Icesave og sagan Guðni Th. Jóhannesson skrifar 12. ágúst 2009 05:30 Þeir sem hafa tekið þátt í deilunum um Icesave undanfarna mánuði hafa beitt ýmsum rökum; lögfræðilegum, pólitískum og siðferðilegum, eins og sjálfsagt er. Menn hafa einnig bent á liðna tíð máli sínu til stuðnings og aftur virðist liggja í augum uppi að það eigi við. Sagan á að sanna eitt og afsanna annað, vera víti til varnaðar eða lýsandi dæmi um dyggðir sem nú þurfi að halda í heiðri. En hér er þó ekki alltaf allt sem sýnist. Byrjum á seinni heimsstyrjöldinni. Því hefur verið haldið á lofti á Íslandi að þjóðin hafi þolað miklar fórnir til að færa Bretum björg í bú í stríðinu. Íslenskir sjómenn (báðir afar mínir þeirra á meðal) sigldu með fisk héðan þrátt fyrir þá hættu sem stafaði frá kafbátum og flugvélum Þjóðverja og guldu þeir sumir fyrir með lífi sínu. Þessi hluti sögunnar má vissulega ekki gleymast. Hlutfallslega létust nær jafnmargir Íslendingar í stríðinu og Bandaríkjamenn og því má líka vel halda til haga. Á hinn bóginn hefur sá misskilningur einnig heyrst að jafnmargir Íslendingar hafi fallið og Bretar. Það eru ýkjur og reyndar mætti allt eins nota tölur um mannfall í stríðinu til að sýna hvað Bandaríkin og Ísland fóru vel út úr hildarleiknum, miðað við flest önnur ríki. Þrátt fyrir ógnir á höfunum hafði líklega engin þjóð í Evrópu það eins þolanlegt í stríðinu og Íslendingar. Mannfall var nær hvergi eins lítið, og efnahagurinn blómstraði. Það gerði hann ekki síst vegna þess að Ísland stórgræddi á fisksölunni til Bretlands. „Græðgi þeirra á sér engin takmörk," sagði einn breskur embættismaður eftir stríð þegar hann rifjaði upp afstöðu Íslendinga. Að sögn bresks sendiherra viðurkenndi einn ráðherrann hér líka í tveggja manna tali að hann hálfskammaðist sín þegar Íslendingar stærðu sig af frammistöðunni í stríðinu. Eflaust hugsuðu fleiri á þann hátt og við ættum því kannski að fara varlega í að mikla okkur af fórnum í seinni heimsstyrjöldinni. Þá eru það þorskastríðin. Lítum fyrst á þau í ljósi kröfunnar um lausn Icesave fyrir alþjóðlegum dómstól. Sókn Íslands í landhelgismálum hófst fyrir alvöru eftir þann úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag árið 1951 að Norðmenn mættu draga sína fjögurra mílna landhelgi þvert yfir mynni flóa og fjarða. Ári síðar lýstu Íslendingar yfir fiskveiðilögsögu eftir sömu reglum (í stað þriggja mílna landhelgi sem hlykkjaðist eftir strandlengjunni). Þá bar hins vegar svo við að Bretar neituðu að viðurkenna útfærsluna og reyndu að kúga Íslendinga til eftirgjafar. Íslensk stjórnvöld buðu málskot til Haag en því var hafnað í London. Sér var nú hver virðingin fyrir alþjóðalögum í það skiptið. Valdið átti að ráða, ekki lögin. Síðan höfðu menn sætaskipti, ef svo má segja. Árið 1958 færði vinstri stjórn á Íslandi fiskveiðilögsöguna í 12 mílur og fyrsta þorskastríðið hófst. Þremur árum síðar samdi ný ríkisstjórn, Viðreisnarstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, um lyktir þess og lofaði breskum stjórnvöldum að risi enn ágreiningur um útfærslu lögsögunnar mætti skjóta honum til Alþjóðadómstólsins. Leið svo og beið í tíu ár en þá komst önnur vinstri stjórn til valda og færði lögsöguna síðan út í 50 mílur. Bretar (og Vestur-Þjóðverjar) mótmæltu, vísuðu til fyrri samninga og skutu deilunni til Haag. Nú var komið að íslenskum stjórnvöldum að hunsa alþjóðlegan dómstól og reyndar einnig fullgildan milliríkjasamning. Svona getur sagan því geymt ólík fordæmi. Menn verða heldur betur að velja og hafna, ætli þeir að nota liðna tíð sem vopn í Icesave-deilunni. Menn skyldu líka varast að lofa dug og þor íslenskra ráðamanna í þorskastríðunum án þess að leiða hugann að því að samningsstaða þeirra var yfirleitt betri en nú um stundir. Í þorskastríðunum gátu íslenskir valdhafar barið í borðið og haft í hótunum. Alþjóðalög voru að þróast þeim í hag og alþjóðasamfélagið hafði yfirleitt samúð með „litla Íslandi". Svo skipti hernaðarmikilvægi landsins jafnvel sköpum en ætli það yrði ekki bara hlegið núna ef íslenskir ráðamenn berðu í borð og hótuðu að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin eða ganga úr NATO? Og reynum svo líka að hætta að kalla þorskastríðin „einu stríðin sem Bretar hafa tapað". Þrátt fyrir hættustundir á miðunum voru þorskastríðin alls ekki stríð í hefðbundnum skilningi. Styrjaldir eru gjarnan skilgreindar sem átök þar sem minnst nokkur hundruð eða þúsund manns láta lífið og öflugum skotvopnum er beitt. Þjóðremba á kannski heima á íþróttavöllum og í Eurovision, en ekki í söguskoðun og stjórnmálum. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa tekið þátt í deilunum um Icesave undanfarna mánuði hafa beitt ýmsum rökum; lögfræðilegum, pólitískum og siðferðilegum, eins og sjálfsagt er. Menn hafa einnig bent á liðna tíð máli sínu til stuðnings og aftur virðist liggja í augum uppi að það eigi við. Sagan á að sanna eitt og afsanna annað, vera víti til varnaðar eða lýsandi dæmi um dyggðir sem nú þurfi að halda í heiðri. En hér er þó ekki alltaf allt sem sýnist. Byrjum á seinni heimsstyrjöldinni. Því hefur verið haldið á lofti á Íslandi að þjóðin hafi þolað miklar fórnir til að færa Bretum björg í bú í stríðinu. Íslenskir sjómenn (báðir afar mínir þeirra á meðal) sigldu með fisk héðan þrátt fyrir þá hættu sem stafaði frá kafbátum og flugvélum Þjóðverja og guldu þeir sumir fyrir með lífi sínu. Þessi hluti sögunnar má vissulega ekki gleymast. Hlutfallslega létust nær jafnmargir Íslendingar í stríðinu og Bandaríkjamenn og því má líka vel halda til haga. Á hinn bóginn hefur sá misskilningur einnig heyrst að jafnmargir Íslendingar hafi fallið og Bretar. Það eru ýkjur og reyndar mætti allt eins nota tölur um mannfall í stríðinu til að sýna hvað Bandaríkin og Ísland fóru vel út úr hildarleiknum, miðað við flest önnur ríki. Þrátt fyrir ógnir á höfunum hafði líklega engin þjóð í Evrópu það eins þolanlegt í stríðinu og Íslendingar. Mannfall var nær hvergi eins lítið, og efnahagurinn blómstraði. Það gerði hann ekki síst vegna þess að Ísland stórgræddi á fisksölunni til Bretlands. „Græðgi þeirra á sér engin takmörk," sagði einn breskur embættismaður eftir stríð þegar hann rifjaði upp afstöðu Íslendinga. Að sögn bresks sendiherra viðurkenndi einn ráðherrann hér líka í tveggja manna tali að hann hálfskammaðist sín þegar Íslendingar stærðu sig af frammistöðunni í stríðinu. Eflaust hugsuðu fleiri á þann hátt og við ættum því kannski að fara varlega í að mikla okkur af fórnum í seinni heimsstyrjöldinni. Þá eru það þorskastríðin. Lítum fyrst á þau í ljósi kröfunnar um lausn Icesave fyrir alþjóðlegum dómstól. Sókn Íslands í landhelgismálum hófst fyrir alvöru eftir þann úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag árið 1951 að Norðmenn mættu draga sína fjögurra mílna landhelgi þvert yfir mynni flóa og fjarða. Ári síðar lýstu Íslendingar yfir fiskveiðilögsögu eftir sömu reglum (í stað þriggja mílna landhelgi sem hlykkjaðist eftir strandlengjunni). Þá bar hins vegar svo við að Bretar neituðu að viðurkenna útfærsluna og reyndu að kúga Íslendinga til eftirgjafar. Íslensk stjórnvöld buðu málskot til Haag en því var hafnað í London. Sér var nú hver virðingin fyrir alþjóðalögum í það skiptið. Valdið átti að ráða, ekki lögin. Síðan höfðu menn sætaskipti, ef svo má segja. Árið 1958 færði vinstri stjórn á Íslandi fiskveiðilögsöguna í 12 mílur og fyrsta þorskastríðið hófst. Þremur árum síðar samdi ný ríkisstjórn, Viðreisnarstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, um lyktir þess og lofaði breskum stjórnvöldum að risi enn ágreiningur um útfærslu lögsögunnar mætti skjóta honum til Alþjóðadómstólsins. Leið svo og beið í tíu ár en þá komst önnur vinstri stjórn til valda og færði lögsöguna síðan út í 50 mílur. Bretar (og Vestur-Þjóðverjar) mótmæltu, vísuðu til fyrri samninga og skutu deilunni til Haag. Nú var komið að íslenskum stjórnvöldum að hunsa alþjóðlegan dómstól og reyndar einnig fullgildan milliríkjasamning. Svona getur sagan því geymt ólík fordæmi. Menn verða heldur betur að velja og hafna, ætli þeir að nota liðna tíð sem vopn í Icesave-deilunni. Menn skyldu líka varast að lofa dug og þor íslenskra ráðamanna í þorskastríðunum án þess að leiða hugann að því að samningsstaða þeirra var yfirleitt betri en nú um stundir. Í þorskastríðunum gátu íslenskir valdhafar barið í borðið og haft í hótunum. Alþjóðalög voru að þróast þeim í hag og alþjóðasamfélagið hafði yfirleitt samúð með „litla Íslandi". Svo skipti hernaðarmikilvægi landsins jafnvel sköpum en ætli það yrði ekki bara hlegið núna ef íslenskir ráðamenn berðu í borð og hótuðu að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin eða ganga úr NATO? Og reynum svo líka að hætta að kalla þorskastríðin „einu stríðin sem Bretar hafa tapað". Þrátt fyrir hættustundir á miðunum voru þorskastríðin alls ekki stríð í hefðbundnum skilningi. Styrjaldir eru gjarnan skilgreindar sem átök þar sem minnst nokkur hundruð eða þúsund manns láta lífið og öflugum skotvopnum er beitt. Þjóðremba á kannski heima á íþróttavöllum og í Eurovision, en ekki í söguskoðun og stjórnmálum. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar