Seðlabankinn eykur eftirlit með höftum 19. september 2009 07:00 Seðlabanki Íslands Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að styrkja eftirlit sitt með gjaldeyrishöftunum. „Það er verið að herða eftirlitið vegna þess að það hefur komið upp fjöldi vísbendinga um að það sé verið að fara í kringum höftin,“ segir Ingibjörg Guðbjartsdóttir, forstöðumaður gjaldeyriseftirlitsins. Ingibjörg segir erfitt að meta hversu háar upphæðir um sé að ræða eða fjölda mála sem tengist brotum á gjaldeyrislögum og reglum settum á grundvelli þeirra. „Þetta eru bæði aflandsviðskipti og brot á skilaskyldunni en það er erfitt að nefna tölur. „Ég get þó sagt að það eru fjölmörg mál til skoðunar og við höfum verið að starfa náið með Fjármálaeftirlitinu (FME) og mörg þeirra eru til skoðunar þar. Þetta er erfitt ástand og við erum að reyna að taka á því.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur að undanförnu verið fjöldi mála til skoðunar hjá Seðlabankanum og nokkrir tugir mála eru nú þegar í rannsókn. Erfitt hefur hins vegar verið að fá upplýsingar um framgang þeirra. Ingibjörg vill ekki tjá sig um hvort stofnun sérstakrar eftirlitsdeildar vegna gjaldeyrishaftanna sé ekki seint til komin og eðlilegt hefði verið að hún hefði verið sett á fót á sama tíma og höftunum var komið á. Ársæll Valfells, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, sem hefur gagnrýnt gjaldeyrishöftin í ræðu og riti, telur að aðgerð eins og þessi geri það enn ólíklegra að hægt verði að afnema höftin eins og ráðgert er. „Ef eitthvað er þá skapar þessi aðgerð meira vantraust og tortryggni á Seðlabankanum, sem er þó í dag fullkomlega rúinn trausti.“ Ársæll segir að aðgerðin sé aðeins framhald á þeim vítahring sem bankinn er fastur í eftir setningu gjaldeyrishaftalaganna. Í tilkynningu frá bankanum segir að endurskipulagning gjaldeyriseftirlitsins breyti engu áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Áformað er að stíga fyrstu skrefin í þeim efnum 1. nóvember næstkomandi. Ingibjörg segir að mikilvægur þáttur áætlunarinnar sé að efla eftirlit með þeim höftum sem eftir standa og til að framfylgja þeim af meiri krafti. Gjaldeyriseftirlitið verður sjálfstæð eining innan bankans og heyrir beint undir seðlabankastjóra. Sérstök ráðgjafarnefnd verður gjaldeyriseftirlitinu til stuðnings. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að styrkja eftirlit sitt með gjaldeyrishöftunum. „Það er verið að herða eftirlitið vegna þess að það hefur komið upp fjöldi vísbendinga um að það sé verið að fara í kringum höftin,“ segir Ingibjörg Guðbjartsdóttir, forstöðumaður gjaldeyriseftirlitsins. Ingibjörg segir erfitt að meta hversu háar upphæðir um sé að ræða eða fjölda mála sem tengist brotum á gjaldeyrislögum og reglum settum á grundvelli þeirra. „Þetta eru bæði aflandsviðskipti og brot á skilaskyldunni en það er erfitt að nefna tölur. „Ég get þó sagt að það eru fjölmörg mál til skoðunar og við höfum verið að starfa náið með Fjármálaeftirlitinu (FME) og mörg þeirra eru til skoðunar þar. Þetta er erfitt ástand og við erum að reyna að taka á því.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur að undanförnu verið fjöldi mála til skoðunar hjá Seðlabankanum og nokkrir tugir mála eru nú þegar í rannsókn. Erfitt hefur hins vegar verið að fá upplýsingar um framgang þeirra. Ingibjörg vill ekki tjá sig um hvort stofnun sérstakrar eftirlitsdeildar vegna gjaldeyrishaftanna sé ekki seint til komin og eðlilegt hefði verið að hún hefði verið sett á fót á sama tíma og höftunum var komið á. Ársæll Valfells, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, sem hefur gagnrýnt gjaldeyrishöftin í ræðu og riti, telur að aðgerð eins og þessi geri það enn ólíklegra að hægt verði að afnema höftin eins og ráðgert er. „Ef eitthvað er þá skapar þessi aðgerð meira vantraust og tortryggni á Seðlabankanum, sem er þó í dag fullkomlega rúinn trausti.“ Ársæll segir að aðgerðin sé aðeins framhald á þeim vítahring sem bankinn er fastur í eftir setningu gjaldeyrishaftalaganna. Í tilkynningu frá bankanum segir að endurskipulagning gjaldeyriseftirlitsins breyti engu áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Áformað er að stíga fyrstu skrefin í þeim efnum 1. nóvember næstkomandi. Ingibjörg segir að mikilvægur þáttur áætlunarinnar sé að efla eftirlit með þeim höftum sem eftir standa og til að framfylgja þeim af meiri krafti. Gjaldeyriseftirlitið verður sjálfstæð eining innan bankans og heyrir beint undir seðlabankastjóra. Sérstök ráðgjafarnefnd verður gjaldeyriseftirlitinu til stuðnings.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira