Að glata fjöregginu 13. mars 2009 06:30 Sú umræða sem nú á sér stað um Ísland og Evrópusambandið (ESB) í aðdraganda kosninga minnir á söguna um Hlin kóngsson og skessurnar tvær sem léku sér að fjöregginu. Fjöreggið var þeirrar náttúru gert að það geymdi lífskraft skessanna og var þeim því ákaflega dýrmætt. Ef það brotnaði myndi krafturinn hverfa frá þeim. En skessurnar höfðu það að leik að kasta á milli sín fjöregginu þegar þeim leiddist við veiðar, svona til að stytta sér stundir. Hlinur kóngsson átti þess vegna hægt með að brjóta eggið og ná þannig til sín kóngsdótturinni og auðæfum skessanna. Við gleymum því stundum að fullveldið er fjöreggið okkar. Fullveldið glataðist fyrst á Þingvöllum árið 1262 eftir upplausnarár. Þá fólum við erlendu valdi að gæta fjöreggsins. Eftir það dró hægt og bítandi úr okkur lífskraftinn, öld eftir öld. Auðvitað var einnig um að kenna erfiðri náttúru, hörðum vetrum, eldgosum og pestum. En af því að fjöreggið var ekki á okkar eigin hendi vorum við varnarlítil og úrræðalaus. Og lífskraftinn skorti. Það var ekki fyrr en á 19. öld að menn fóru almennilega að gera sér grein fyrir þessu. Þá var gangan löng og erfið enda við orðin hluti af danska ríkinu að mati þeirra sem fólu fjöreggið í höndum hins erlenda valds. En þegar okkur tókst að fá það á ný í hendur óx okkur afl, fyrst árið 1918, jafnvel í kreppunni 1930 og með lýðveldinu árið 1944. Auðvitað gekk á ýmsu, sigrum og ósigrum, en grundvöllur framfara alla tuttugustu öldina var fjöreggið okkar sem við höfðum endurheimt, fullveldið og frelsið til að stýra eigin málum. Með fullveldið að vopni færðum við út landhelgina gegn herveldum Evrópu gömlu, beisluðum orkulindirnar, efldum fræðslu og skóla, heilbrigði og atvinnu. Undanfarinn áratug og ef til vill lengur höfum við setið eins og skessurnar og leikið okkur að fjöregginu. „Athafnaskáldin" hæddust að því og talað var um að best væri að losa sig við það, taka upp ensku, leggja niður íslenska bændastétt, gefa auðvaldinu lausan tauminn því heimurinn væri leikvöllur útrásarvíkinganna. Og þó allt sé nú hrunið og þó í ljós hafi komið að draumar víkinganna og forystumanna okkar voru ekkert annað en martraðir, þá halda menn áfram að leika sér að fjöregginu. Margir virðast trúa því að eina leiðin úr ógöngum liðins áratugar sé að brjóta fjöreggið eða fela það erlendu valdi í hendur eins og forðum daga. Það er án efa rétt að fjöreggið verður vel geymt í Brussel, London, París eða Berlín. Þaðan verður ekki auðvelt að ná því aftur, þó einhverjir láti sér detta það í hug í framtíðinni uppi á Íslandi. Með fjöregginu mun lífskrafturinn enn á ný hverfa frá landinu. Með því mun hverfa íslensk bændastétt sem þó var ákölluð sem eina von landsins á liðnu hausti þegar Evrópubúar beittu okkur hryðjuverkalögum. Með því munu fiskimiðin komast í hendur Breta og Spánverja á ný. Örugglega ekki strax. En hægt og bítandi rétt eins og forðum daga. Það tók 400 ár að koma hér á einveldi síðast. Evrópa hefur nægan tíma. Og eitt eða tvö atkvæði okkar á Evrópuþinginu sem telur 732 þingmenn mun verða hjáróma og broslegt. Ef einhver þá lætur svo lítið að taka eftir því. Höfundur er talsmaður L-lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sú umræða sem nú á sér stað um Ísland og Evrópusambandið (ESB) í aðdraganda kosninga minnir á söguna um Hlin kóngsson og skessurnar tvær sem léku sér að fjöregginu. Fjöreggið var þeirrar náttúru gert að það geymdi lífskraft skessanna og var þeim því ákaflega dýrmætt. Ef það brotnaði myndi krafturinn hverfa frá þeim. En skessurnar höfðu það að leik að kasta á milli sín fjöregginu þegar þeim leiddist við veiðar, svona til að stytta sér stundir. Hlinur kóngsson átti þess vegna hægt með að brjóta eggið og ná þannig til sín kóngsdótturinni og auðæfum skessanna. Við gleymum því stundum að fullveldið er fjöreggið okkar. Fullveldið glataðist fyrst á Þingvöllum árið 1262 eftir upplausnarár. Þá fólum við erlendu valdi að gæta fjöreggsins. Eftir það dró hægt og bítandi úr okkur lífskraftinn, öld eftir öld. Auðvitað var einnig um að kenna erfiðri náttúru, hörðum vetrum, eldgosum og pestum. En af því að fjöreggið var ekki á okkar eigin hendi vorum við varnarlítil og úrræðalaus. Og lífskraftinn skorti. Það var ekki fyrr en á 19. öld að menn fóru almennilega að gera sér grein fyrir þessu. Þá var gangan löng og erfið enda við orðin hluti af danska ríkinu að mati þeirra sem fólu fjöreggið í höndum hins erlenda valds. En þegar okkur tókst að fá það á ný í hendur óx okkur afl, fyrst árið 1918, jafnvel í kreppunni 1930 og með lýðveldinu árið 1944. Auðvitað gekk á ýmsu, sigrum og ósigrum, en grundvöllur framfara alla tuttugustu öldina var fjöreggið okkar sem við höfðum endurheimt, fullveldið og frelsið til að stýra eigin málum. Með fullveldið að vopni færðum við út landhelgina gegn herveldum Evrópu gömlu, beisluðum orkulindirnar, efldum fræðslu og skóla, heilbrigði og atvinnu. Undanfarinn áratug og ef til vill lengur höfum við setið eins og skessurnar og leikið okkur að fjöregginu. „Athafnaskáldin" hæddust að því og talað var um að best væri að losa sig við það, taka upp ensku, leggja niður íslenska bændastétt, gefa auðvaldinu lausan tauminn því heimurinn væri leikvöllur útrásarvíkinganna. Og þó allt sé nú hrunið og þó í ljós hafi komið að draumar víkinganna og forystumanna okkar voru ekkert annað en martraðir, þá halda menn áfram að leika sér að fjöregginu. Margir virðast trúa því að eina leiðin úr ógöngum liðins áratugar sé að brjóta fjöreggið eða fela það erlendu valdi í hendur eins og forðum daga. Það er án efa rétt að fjöreggið verður vel geymt í Brussel, London, París eða Berlín. Þaðan verður ekki auðvelt að ná því aftur, þó einhverjir láti sér detta það í hug í framtíðinni uppi á Íslandi. Með fjöregginu mun lífskrafturinn enn á ný hverfa frá landinu. Með því mun hverfa íslensk bændastétt sem þó var ákölluð sem eina von landsins á liðnu hausti þegar Evrópubúar beittu okkur hryðjuverkalögum. Með því munu fiskimiðin komast í hendur Breta og Spánverja á ný. Örugglega ekki strax. En hægt og bítandi rétt eins og forðum daga. Það tók 400 ár að koma hér á einveldi síðast. Evrópa hefur nægan tíma. Og eitt eða tvö atkvæði okkar á Evrópuþinginu sem telur 732 þingmenn mun verða hjáróma og broslegt. Ef einhver þá lætur svo lítið að taka eftir því. Höfundur er talsmaður L-lista.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar