„Aalborg Portland vildu yfirtaka íslenska sementsmarkaðinn“ Gunnar Örn Jónsson skrifar 27. ágúst 2009 09:38 Sementsverksmiðjan á Akranesi. Sementsverksmiðjan á Akranesi segir að Aalborg Portland á suðurnesjum, sem selur innflutt sement á íslenskum markaði, hafi viljað yfirtaka íslenska sementsmarkaðinn og boðið sement undir kostnaðarverði í þeim tigangi að ná til sín stórum hluta markaðarins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Sementsverksmiðjan á Akranesi sendi frá sér í gærkvöld og má í heild sinni sjá hér að neðan. Vegna yfirlýsingar frá Aalborg Portland sem fyrirtækið sendi frá sér í dag, miðvikudaginn 26. ágúst, er rétt að taka fram að Sementsverksmiðjan á Akranesi hefur ekki farið fram á ríkisaðstoð eða markaðslega mismunun eins og framkvæmdastjóri Aalborg Portland á Íslandi heldur fram í viðtali við vefmiðilinn Vísi í dag. Í yfirlýsingunni frá Aalborg Portland segir að fyrirtækið hafi engan áhuga á einokun á íslenskum sementsmarkaði heldur þvert á móti samkeppni íslenskum neytendum í hag. Fyrirtækið hefur hins vegar frá upphafi lagt töluvert á sig til að bregða fæti fyrir rekstur Sementsverksmiðjunnar. Í þessu samhengi er vert að rifja upp þá staðreynd að danska fyrirtækið seldi sement undir markaðsvirði þegar það var að koma undir sig fótunum hér á landi. Í viðtali Nordjyllands Stiftstidende við forstjóra Aalborg Portland í Danmörku, Sören Vinter, í september 2002 kom fram sú gífurlega áhersla sem fyrirtækið legði á íslenska markaðinn enda hefði það náð 25 prósenta hlutdeild á aðeins tveimur árum. Í viðtalinu segir forstjórinn að hann líti á Ísland sem heimamarkað Aalborg Portland. Hann gekk svo langt að segja að til langs tíma litið yrði ekki pláss fyrir bæði Aalborg Portland og Sementsverksmiðjuna á íslenska markaðnum og Aalborg Portland sæi ákveðin tækifæri í yfirtöku á rekstri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Í yfirlýsingunni gerir Aalborg Portland athugasemdir um við sölu Sementsverksmiðjunnar en fyrirtækið kærði á sínum tíma sölu verksmiðjunnar til eftirlitsstofnunar EFTA sem gerði ekki athugasemd við hana. Aalborg Portland kærði einnig yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbindingum Sementsverksmiðjunnar vegna Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna sem metnar voru á rúmar 400 milljónir. Að mati Eftirlitsstofnunar EFTA braut yfirtakan ekki í bága við EES-samninginn. Að mati stofnunarinnar var sú aðgerð í fullu samræmi við heimildir íslenska ríkisins skv. EES samningnum til að veita fyrirtækjum aðstoð vegna björgunar eða endurskipulagningar rekstrar. Á krepputímum eins og þeim sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum er nauðsynlegt að verja störf eins og kostur er og hamla gegn stöðnun í samfélaginu. Það verður best gert með því að halda áfram opinberum framkvæmdum eða auka þær ef kostur er, eins og stjórn og starfsmenn Sementsverksmiðjunnar hafa bent á. Einnig er mikilvægt að hið opinbera stuðli að uppbyggingu nýrra stórverkefna á sviði atvinnulífsins víða um land. Á þann hátt skapast fjöldi nýrra atvinnutækifæra sem styður við þá starfsemi sem fyrir er í landinu. Framsleiðsla Sementsverksmiðjunnar er fyllilega samkeppnisfær við sement Aalborg Portland, bæði hvað varðar verð og gæði. Það hlýtur því að teljast eðlilegt að Sementsverksmiðjan hafi sömu möguleika og Aalborg Portland á því að selja steypustöð í eigu ríkisins sement. Stjórnendur og starfsmenn Sementsverksmiðjunnar eru að biðja um jafnan rétt en ekki fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. Sementsverksmiðjan á Akranesi hefur frá upphafi skilað þjóðinni miklum arði. Hún hefur framleitt rúmlega 5,5 milljónir tonna af sementi úr innlendu hráefni og sparaði þjóðinni þann gjaldeyri sem annars hefði verið varið til innflutnings á sementi. Ljóst er að Sementsverksmiðjan mun ekki, frekar en mörg önnur íslensk fyrirtæki í byggingariðnaði, lifa af viðvarandi frostavetur á framkvæmdasviðinu. Núverandi staða mun á endanum kippa stoðunum undan starfsemi hennar með alvarlegum afleiðingum. Vel á annað hundrað störf glatast, tækniþekking sem byggð hefur verið upp á síðustu áratugum verður að engu og sement, aðlagað að þörfum íslenska markaðarins víkur fyrir innfluttu sementi. Tengdar fréttir „Sementsverksmiðjan fer ekki fram á neina ríkisstyrki“ „Við erum ekki að fara fram á neina ríkisstyrki eða að ríkið hlaupi undir bagga með okkur, það er alrangt. Að okkar mati þarf hið opinbera að auka framkvæmdir til að liðka fyrir byggingariðnaðinum og atvinnumarkaðinum í heild sinni,“ segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi og bendir á að auðvitað vilji fyrirtækið að íslensk framleiðsla sé notuð í framkvæmdir hins opinbera í stað innflutts sements. 26. ágúst 2009 16:55 Aalborg Portland mótmælir ríkisaðstoð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar Aalborg Portland á suðurnesjum, er ekki sáttur við að Sementsverksmiðjan á Akranesi krefjist þess að ríkið hlaupi undir bagga með Sementsverksmiðjunni og mismuni hinu danska Aalborg Portland svo þjóðin fái aftur notið sements frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi, sem nú er í eigu einkaaðila. 26. ágúst 2009 12:51 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Sementsverksmiðjan á Akranesi segir að Aalborg Portland á suðurnesjum, sem selur innflutt sement á íslenskum markaði, hafi viljað yfirtaka íslenska sementsmarkaðinn og boðið sement undir kostnaðarverði í þeim tigangi að ná til sín stórum hluta markaðarins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Sementsverksmiðjan á Akranesi sendi frá sér í gærkvöld og má í heild sinni sjá hér að neðan. Vegna yfirlýsingar frá Aalborg Portland sem fyrirtækið sendi frá sér í dag, miðvikudaginn 26. ágúst, er rétt að taka fram að Sementsverksmiðjan á Akranesi hefur ekki farið fram á ríkisaðstoð eða markaðslega mismunun eins og framkvæmdastjóri Aalborg Portland á Íslandi heldur fram í viðtali við vefmiðilinn Vísi í dag. Í yfirlýsingunni frá Aalborg Portland segir að fyrirtækið hafi engan áhuga á einokun á íslenskum sementsmarkaði heldur þvert á móti samkeppni íslenskum neytendum í hag. Fyrirtækið hefur hins vegar frá upphafi lagt töluvert á sig til að bregða fæti fyrir rekstur Sementsverksmiðjunnar. Í þessu samhengi er vert að rifja upp þá staðreynd að danska fyrirtækið seldi sement undir markaðsvirði þegar það var að koma undir sig fótunum hér á landi. Í viðtali Nordjyllands Stiftstidende við forstjóra Aalborg Portland í Danmörku, Sören Vinter, í september 2002 kom fram sú gífurlega áhersla sem fyrirtækið legði á íslenska markaðinn enda hefði það náð 25 prósenta hlutdeild á aðeins tveimur árum. Í viðtalinu segir forstjórinn að hann líti á Ísland sem heimamarkað Aalborg Portland. Hann gekk svo langt að segja að til langs tíma litið yrði ekki pláss fyrir bæði Aalborg Portland og Sementsverksmiðjuna á íslenska markaðnum og Aalborg Portland sæi ákveðin tækifæri í yfirtöku á rekstri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Í yfirlýsingunni gerir Aalborg Portland athugasemdir um við sölu Sementsverksmiðjunnar en fyrirtækið kærði á sínum tíma sölu verksmiðjunnar til eftirlitsstofnunar EFTA sem gerði ekki athugasemd við hana. Aalborg Portland kærði einnig yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbindingum Sementsverksmiðjunnar vegna Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna sem metnar voru á rúmar 400 milljónir. Að mati Eftirlitsstofnunar EFTA braut yfirtakan ekki í bága við EES-samninginn. Að mati stofnunarinnar var sú aðgerð í fullu samræmi við heimildir íslenska ríkisins skv. EES samningnum til að veita fyrirtækjum aðstoð vegna björgunar eða endurskipulagningar rekstrar. Á krepputímum eins og þeim sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum er nauðsynlegt að verja störf eins og kostur er og hamla gegn stöðnun í samfélaginu. Það verður best gert með því að halda áfram opinberum framkvæmdum eða auka þær ef kostur er, eins og stjórn og starfsmenn Sementsverksmiðjunnar hafa bent á. Einnig er mikilvægt að hið opinbera stuðli að uppbyggingu nýrra stórverkefna á sviði atvinnulífsins víða um land. Á þann hátt skapast fjöldi nýrra atvinnutækifæra sem styður við þá starfsemi sem fyrir er í landinu. Framsleiðsla Sementsverksmiðjunnar er fyllilega samkeppnisfær við sement Aalborg Portland, bæði hvað varðar verð og gæði. Það hlýtur því að teljast eðlilegt að Sementsverksmiðjan hafi sömu möguleika og Aalborg Portland á því að selja steypustöð í eigu ríkisins sement. Stjórnendur og starfsmenn Sementsverksmiðjunnar eru að biðja um jafnan rétt en ekki fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. Sementsverksmiðjan á Akranesi hefur frá upphafi skilað þjóðinni miklum arði. Hún hefur framleitt rúmlega 5,5 milljónir tonna af sementi úr innlendu hráefni og sparaði þjóðinni þann gjaldeyri sem annars hefði verið varið til innflutnings á sementi. Ljóst er að Sementsverksmiðjan mun ekki, frekar en mörg önnur íslensk fyrirtæki í byggingariðnaði, lifa af viðvarandi frostavetur á framkvæmdasviðinu. Núverandi staða mun á endanum kippa stoðunum undan starfsemi hennar með alvarlegum afleiðingum. Vel á annað hundrað störf glatast, tækniþekking sem byggð hefur verið upp á síðustu áratugum verður að engu og sement, aðlagað að þörfum íslenska markaðarins víkur fyrir innfluttu sementi.
Tengdar fréttir „Sementsverksmiðjan fer ekki fram á neina ríkisstyrki“ „Við erum ekki að fara fram á neina ríkisstyrki eða að ríkið hlaupi undir bagga með okkur, það er alrangt. Að okkar mati þarf hið opinbera að auka framkvæmdir til að liðka fyrir byggingariðnaðinum og atvinnumarkaðinum í heild sinni,“ segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi og bendir á að auðvitað vilji fyrirtækið að íslensk framleiðsla sé notuð í framkvæmdir hins opinbera í stað innflutts sements. 26. ágúst 2009 16:55 Aalborg Portland mótmælir ríkisaðstoð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar Aalborg Portland á suðurnesjum, er ekki sáttur við að Sementsverksmiðjan á Akranesi krefjist þess að ríkið hlaupi undir bagga með Sementsverksmiðjunni og mismuni hinu danska Aalborg Portland svo þjóðin fái aftur notið sements frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi, sem nú er í eigu einkaaðila. 26. ágúst 2009 12:51 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Sementsverksmiðjan fer ekki fram á neina ríkisstyrki“ „Við erum ekki að fara fram á neina ríkisstyrki eða að ríkið hlaupi undir bagga með okkur, það er alrangt. Að okkar mati þarf hið opinbera að auka framkvæmdir til að liðka fyrir byggingariðnaðinum og atvinnumarkaðinum í heild sinni,“ segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi og bendir á að auðvitað vilji fyrirtækið að íslensk framleiðsla sé notuð í framkvæmdir hins opinbera í stað innflutts sements. 26. ágúst 2009 16:55
Aalborg Portland mótmælir ríkisaðstoð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar Aalborg Portland á suðurnesjum, er ekki sáttur við að Sementsverksmiðjan á Akranesi krefjist þess að ríkið hlaupi undir bagga með Sementsverksmiðjunni og mismuni hinu danska Aalborg Portland svo þjóðin fái aftur notið sements frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi, sem nú er í eigu einkaaðila. 26. ágúst 2009 12:51