Sport

Bikarkeppni í Go-Kart lokið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jón Ingi Þorvaldsson bikarmeistari.
Jón Ingi Þorvaldsson bikarmeistari.

Laugardaginn 22. ágúst fór fram þriðja og síðasta umferð bikarkeppni Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar í Go-Kart. Allar þrjár umferðirnar voru eknar á Rallýkrossbrautinni í Kapelluhrauni.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem skipulögð keppni fer fram í Go-Kart þar sem keppt er á Rotax 125 cc körtum og voru keppendur alls 12 þetta sumarið. Áhuginn hefur farið vaxandi jafnt og þétt eftir því sem liðið hefur á sumarið og gert er ráð fyrir enn fleiri keppendum í körtukappakstri á næsta ári enda er til á annað hundrað keppnisbíla á landinu.

Hlutskarpastir voru Jón Ingi Þorvaldsson, sem hlaut 75 stig, Ragnar Víðir Kristinsson varð annar með 65 stig og í þriðja sæti var Guðmundur Ingi Arnarson með 52 stig.

Þegar öll stig eru tekin saman úr umferðunum þremur stendur Jón Ingi Þorvaldsson uppi sem sigurvegari með alls 207 stig af 225 mögulegum. Í öðru sæti er Guðmundur Ingi Arnarson og í því þriðja er Ragnar Þór Arnljótsson.

Heildarstigafjöldi keppenda úr öllum þremur umferðum sumarsins er eftirfarandi:

1. Jón Ingi Þorvaldsson - 207 stig

2. Guðmundur Ingi Arnarson - 174 stig

3. Ragnar Þór Arnljótsson - 147 stig

4. Ragnar Víðir Kristinsson - 114 stig

5. Dagur Eyjar Helgason - 98 stig

6. Stefán Sigurðsson - 70 stig

7. Kristinn Óli Hallsson - 53 stig

8. Ingi Bogi Hrafnsson - 45 stig

9. Guðjón Gunnarsson - 34 stig

10. Ragnar Skúlason - 33 stig

11. Ólafur V Þórðarson - 30 stig

12. Daníel Ingi Eggertsson - 26 stig






Fleiri fréttir

Sjá meira


×