Erlent

Kalt í Bretlandi

Mikil ringulreið var víða í Bretlandi í morgun vegna snjókomu eftir nóttina. Í norður og austur Bretlandi hefur hitastigið farið í mínus sjö stig og var að minnsta kosti 10 sentimetra þykk snjóbreiða á þeim slóðum.

Breska veðurstofan spáir því að snjórinn verði mestur á norður- og vesturhluta landsins næstu daga. Bretar virðast engu að síður betur undir þetta búnir núna í samanburði við byrjun þessa árs, þegar allar samgöngur lágu niðri eftir snjókomuna þar í landi. Engar alvarlegar fréttir hafa borist af umferðaróhöppum vegna veðurs. Nokkrum vegum hefur þó verið lokað vegna hálku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×