Erlent

Svisslendingar kjósa um bænaturna múslima

Mynd/AFP
Svisslendingar kjósa í dag um hvort banna eigi frekari smíðar á bænaturnum múslima þar í landi. Frumvarpið er sagt njóta talsverðs stuðnings.

Fjórir bænaturnar eru í Sviss nú þegar og greinir AP frá því að margir telji að verði fleiri smíðaðir sé það upphafið af því að breiða íslamstrú um gervallt Sviss.

Um það bil 400 þúsund múslimar búa í Sviss og er íslamstrú útbreiddust trúarbragða þar í landi á eftir Kristni. Samtök á vegum múslima hafa margoft farið fram á að fá að byggja fleiri bænaturna en ávallt fengið synjun. Fjölmargir óopinber bænaherbergi eru þó í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×