Jafnrétti í atvinnulífinu 16. desember 2009 06:00 Bergur Sigurðsson skrifar um atvinnumál. Eins og kunnugt er var hlutur karla afgerandi mikið stærri en hlutur kvenna í aðdraganda hrunsins. Stjórnir fjármálastofnana voru þétt setnar karlmönnum og tiltölulega fáar konur var að finna í forystusveit fjármála- og atvinnulífs. Kynin eiga margt sameiginlegt en að sama skapi eru þau að mörgu leyti ólík. Eitt það sem aðgreinir þau er að karlmenn eru almennt áhættusæknari en konur. Ekki verður framhjá því horft að einsleitni og áhættusækni forystusveitarinnar hafi orðið þess valdandi að hér fór allt á annan endann. En þrátt fyrir ríkan hlut karla í aðdraganda hrunsins hafa komið fram vísbendingar um að konum í stjórnum fyrirtækja hér á landi hafi enn fækkað nú eftir hrunið. Hvað ber þá til bragðs að taka?Norska leiðinMeð það að markmiði að stuðla að jafnari hlutföllum kvenna og karla í áhrifastöðum í atvinnulífinu liggur fyrir tillaga um breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög. Viðskiptanefnd Alþingis hefur í umfjöllun sinni um málið horft til Noregs sem stendur öðrum þjóðum framar er kemur að jafnræði kynjanna í stjórnum fyrirtækja. Nefndin leggur því til að lögfesta að bæði kyn skuli eiga fulltrúa í stjórnum fyrirtækja sem hafa 50 starfsmenn eða fleiri. Séu fleiri en þrír í stjórn fyrirtækis skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki minna en 40%. Atvinnulífið hefur fjögur ár til þess að laga sig að þessari nýju löggjöf þar sem lagt er til að ákvæðin taki gildi í september 2013. Nái frumvarpið fram að ganga blasir við að hlutur kvenna og áhrif þeirra í atvinnulífinu munu fara mjög vaxandi á næstu árum. Sú breyting er líkleg til þess að bæta hag og draga úr áhættu í rekstri fyrirtækja. Bættur hagurSamkvæmt niðurstöðum rannsókna í Finnlandi og Danmörku skila fyrirtæki sem hafa kvenkyns forstjóra eða blandaðar stjórnir meiri arðsemi en þau félög sem hafa einsleitar stjórnir. Í nýlegri rannsókn sem gerð var hér á landi þar sem 101 fyrirtæki var skoðað koma sams konar vísbendingar fram. Rannsóknin leiddi í ljós að arðsemi eigin fjár er betri í fyrirtækjum með blandaðar stjórnir en þar sem karlmenn eru einir við völd. Auk betri áhættustýringar og aukinnar arðsemi eigin fjár er líklegt að aukið vægi kvenna í stjórnum fyrirtækja muni leiða til þess að kynbundnum launamun verði loks útrýmt. Þar með næðist sigur í einu helsta baráttumáli jafnréttissinna til margra ára. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Bergur Sigurðsson skrifar um atvinnumál. Eins og kunnugt er var hlutur karla afgerandi mikið stærri en hlutur kvenna í aðdraganda hrunsins. Stjórnir fjármálastofnana voru þétt setnar karlmönnum og tiltölulega fáar konur var að finna í forystusveit fjármála- og atvinnulífs. Kynin eiga margt sameiginlegt en að sama skapi eru þau að mörgu leyti ólík. Eitt það sem aðgreinir þau er að karlmenn eru almennt áhættusæknari en konur. Ekki verður framhjá því horft að einsleitni og áhættusækni forystusveitarinnar hafi orðið þess valdandi að hér fór allt á annan endann. En þrátt fyrir ríkan hlut karla í aðdraganda hrunsins hafa komið fram vísbendingar um að konum í stjórnum fyrirtækja hér á landi hafi enn fækkað nú eftir hrunið. Hvað ber þá til bragðs að taka?Norska leiðinMeð það að markmiði að stuðla að jafnari hlutföllum kvenna og karla í áhrifastöðum í atvinnulífinu liggur fyrir tillaga um breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög. Viðskiptanefnd Alþingis hefur í umfjöllun sinni um málið horft til Noregs sem stendur öðrum þjóðum framar er kemur að jafnræði kynjanna í stjórnum fyrirtækja. Nefndin leggur því til að lögfesta að bæði kyn skuli eiga fulltrúa í stjórnum fyrirtækja sem hafa 50 starfsmenn eða fleiri. Séu fleiri en þrír í stjórn fyrirtækis skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki minna en 40%. Atvinnulífið hefur fjögur ár til þess að laga sig að þessari nýju löggjöf þar sem lagt er til að ákvæðin taki gildi í september 2013. Nái frumvarpið fram að ganga blasir við að hlutur kvenna og áhrif þeirra í atvinnulífinu munu fara mjög vaxandi á næstu árum. Sú breyting er líkleg til þess að bæta hag og draga úr áhættu í rekstri fyrirtækja. Bættur hagurSamkvæmt niðurstöðum rannsókna í Finnlandi og Danmörku skila fyrirtæki sem hafa kvenkyns forstjóra eða blandaðar stjórnir meiri arðsemi en þau félög sem hafa einsleitar stjórnir. Í nýlegri rannsókn sem gerð var hér á landi þar sem 101 fyrirtæki var skoðað koma sams konar vísbendingar fram. Rannsóknin leiddi í ljós að arðsemi eigin fjár er betri í fyrirtækjum með blandaðar stjórnir en þar sem karlmenn eru einir við völd. Auk betri áhættustýringar og aukinnar arðsemi eigin fjár er líklegt að aukið vægi kvenna í stjórnum fyrirtækja muni leiða til þess að kynbundnum launamun verði loks útrýmt. Þar með næðist sigur í einu helsta baráttumáli jafnréttissinna til margra ára. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar