Lífið

Sálin á páskaballi Officera Klúbbsins

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns mun kom fram á dansleik Officera Klúbbsins um páskana.
Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns mun kom fram á dansleik Officera Klúbbsins um páskana.
Hljómsveitin Sálin mun kom fram á dansleik Officera Klúbbsins um páskana. Sætaferðir verða í boði fyrir Sálarballið og fara rútur frá Reykjavík klukkan 23 páskadagskvöld sem lenda í Officera Klúbbnum um miðnætti þega húsið opnar. Rúturnar leggja svo af stað í bæinn skömmu eftir að dansleik líkur.

„Það var mikið hringt útaf þessu í kringum opnunina hjá okkur en þá náðum við ekki að koma þessu við en núna er þetta frágengið og gríðarlega gaman að geta boðið gestum uppá þetta. Mikið öryggi líka þar sem fólk getur núna bara slakað á og notið kvöldsins," sagði Einar Bárðarson eigandi Officera Klúbbsins í tilkynningu.

Einar segir að ekki hafi hafi verið boðið uppá sætaferðir á sveitaböll utan höfuðborgarinnar í háa herranns tíð og því verði þetta kærkomin þjónusta við dansþyrsta gesti.

Miðaverð í sætaferðirnar eru 2000 krónur í mann fyrir báðar leiðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.