Óráð Viðskiptaráðs 18. desember 2009 06:00 Vésteinn Ólason skrifar um Viðskiptaráð Íslands. Viðskiptaráð, sem áður hét Verslunarráð, hefur verið ólatt að kveða upp dóma og gefa ráð undanfarin ár og áratugi. Ráðin eru venjulega sett fram sem staðhæfingar úr stóli þeirra sem vita betur en aðrir. Hvernig hafa ráðin þá gefist? Ég man ekki betur en að síðasta áratuginn að minnsta kosti hafi flest ráðin verið á einn veg: lækka skatta á fyrirtækjum og auðmönnum, spara óþægindi og kostnað af opinberu eftirliti með atvinnulífinu, og síðast en ekki síst að skera niður ríkisútgjöld. Óhætt er að fullyrða að áhrifavald þessa „ó-ráðs" hafi átt sinn drjúga þátt í því að allt fór hér í kaldakol fyrir ári síðan, enda talaði ráðið meðal annars í umboði þeirra sem fengu heimildir til að leika sér með fjöregg þjóðarinnar og glötuðu því. Nú er Viðskiptaráð auðvitað líka fulltrúi heiðarlegra manna, og furðulegt er að það skuli ekki hafa með nokkrum hætti endurskoðað þá hugmyndafræði sem bar glötunina í sér. Ekki er hægt að sjá neina iðrun eða umbreytingu hjá þessu yfirlýsingaglaða ráði, sem hlýtur þó að vera rúið trausti almennings, hversu „vel ígrundaðar og rökfastar" sem skýrslur þeirra kunna að vera, svo að vitnað sé í leiðara Fréttablaðsins 17. desember síðastliðinn. Það er sama hvað mikið og vel er reiknað ef grundvöllurinn er vitleysa. Ekki kemur á óvart að Viðskiptaráð sé andvígt því að breyta óréttlátu skattkerfi. Það vill heldur hækka álögur á allan almenning en hækka skatt á auðmönnum. Rökin eru gamalkunn: Það má ekki fæla hina ríku burt með álögum. Hefðu skattar fælt héðan burt einhverja af þeim kaupahéðnum sem á liðnum árum skuldsettu sig og þjóðina sem mest og eyðilögðu orðstír Íslands erlendis, hefði það verið bættur skaðinn. Hitt er svo annað mál að grunnforsendunni um hegðun manna gagnvart skattlagningu er endalaust slegið fram eins og trúarsetningu, og er hún þó áreiðanlega vitlaus alhæfing. Ekki skal ég andmæla því að mikilvægt sé að gæta aðhalds í ríkisrekstri, en Viðskiptaráð er samt við sig. Það segir að vísu ekki upphátt að íslensk tunga og menning skuli lögð niður í sparnaðarskyni, en vill samt brjóta niður eitt helsta vígið með því að selja Ríkisútvarpið. Í því og fleiru eru viðskiptaráðsmenn trúir frjálshyggjukenningunni um að þjóð megi ekki eiga neitt saman. Allt verði að vera einkarekið. Það hefur vonandi runnið upp fyrir einhverjum sem áður voru veikir fyrir frjálshyggjuboðskapnum hve skaðleg þessi kenning er. Viðskiptaráð hefur hingað til verið heldur hlynnt eignarréttinum, en nú bregður svo við að það leggur til stórfelldara eignarnám en áður hefur þekkst. Lífeyrissjóðir eru hluti af umsömdum kjörum launafólks, eign þess. En af því að sú eign dreifist á marga, sem ekki eiga annað sparifé, telja kaupahéðnarnir óhætt að taka það til handargagns frekar en þeir þurfi sjálfir að leggja sinn eðlilega hlut af mörkum til að reisa við það sem þeir hafa rústað. Ekki mun mælt með því að eigendur verði spurðir leyfis. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Vésteinn Ólason skrifar um Viðskiptaráð Íslands. Viðskiptaráð, sem áður hét Verslunarráð, hefur verið ólatt að kveða upp dóma og gefa ráð undanfarin ár og áratugi. Ráðin eru venjulega sett fram sem staðhæfingar úr stóli þeirra sem vita betur en aðrir. Hvernig hafa ráðin þá gefist? Ég man ekki betur en að síðasta áratuginn að minnsta kosti hafi flest ráðin verið á einn veg: lækka skatta á fyrirtækjum og auðmönnum, spara óþægindi og kostnað af opinberu eftirliti með atvinnulífinu, og síðast en ekki síst að skera niður ríkisútgjöld. Óhætt er að fullyrða að áhrifavald þessa „ó-ráðs" hafi átt sinn drjúga þátt í því að allt fór hér í kaldakol fyrir ári síðan, enda talaði ráðið meðal annars í umboði þeirra sem fengu heimildir til að leika sér með fjöregg þjóðarinnar og glötuðu því. Nú er Viðskiptaráð auðvitað líka fulltrúi heiðarlegra manna, og furðulegt er að það skuli ekki hafa með nokkrum hætti endurskoðað þá hugmyndafræði sem bar glötunina í sér. Ekki er hægt að sjá neina iðrun eða umbreytingu hjá þessu yfirlýsingaglaða ráði, sem hlýtur þó að vera rúið trausti almennings, hversu „vel ígrundaðar og rökfastar" sem skýrslur þeirra kunna að vera, svo að vitnað sé í leiðara Fréttablaðsins 17. desember síðastliðinn. Það er sama hvað mikið og vel er reiknað ef grundvöllurinn er vitleysa. Ekki kemur á óvart að Viðskiptaráð sé andvígt því að breyta óréttlátu skattkerfi. Það vill heldur hækka álögur á allan almenning en hækka skatt á auðmönnum. Rökin eru gamalkunn: Það má ekki fæla hina ríku burt með álögum. Hefðu skattar fælt héðan burt einhverja af þeim kaupahéðnum sem á liðnum árum skuldsettu sig og þjóðina sem mest og eyðilögðu orðstír Íslands erlendis, hefði það verið bættur skaðinn. Hitt er svo annað mál að grunnforsendunni um hegðun manna gagnvart skattlagningu er endalaust slegið fram eins og trúarsetningu, og er hún þó áreiðanlega vitlaus alhæfing. Ekki skal ég andmæla því að mikilvægt sé að gæta aðhalds í ríkisrekstri, en Viðskiptaráð er samt við sig. Það segir að vísu ekki upphátt að íslensk tunga og menning skuli lögð niður í sparnaðarskyni, en vill samt brjóta niður eitt helsta vígið með því að selja Ríkisútvarpið. Í því og fleiru eru viðskiptaráðsmenn trúir frjálshyggjukenningunni um að þjóð megi ekki eiga neitt saman. Allt verði að vera einkarekið. Það hefur vonandi runnið upp fyrir einhverjum sem áður voru veikir fyrir frjálshyggjuboðskapnum hve skaðleg þessi kenning er. Viðskiptaráð hefur hingað til verið heldur hlynnt eignarréttinum, en nú bregður svo við að það leggur til stórfelldara eignarnám en áður hefur þekkst. Lífeyrissjóðir eru hluti af umsömdum kjörum launafólks, eign þess. En af því að sú eign dreifist á marga, sem ekki eiga annað sparifé, telja kaupahéðnarnir óhætt að taka það til handargagns frekar en þeir þurfi sjálfir að leggja sinn eðlilega hlut af mörkum til að reisa við það sem þeir hafa rústað. Ekki mun mælt með því að eigendur verði spurðir leyfis. Höfundur er prófessor.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar