Erlent

Samkynhneigt fólk má ganga í hjónaband

Borgarstjórnin í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, hefur tekið þá ákvörðun að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra.

Mikill fögnuður braust út meðal samkynhneigðra í Bandaríkjunum af þessu tilefni, enda hefur réttindabarátta þeirra gengið brösuglega undanfarin misseri.

Borgarstjórinn á enn eftir að undirrita lögin. Hann hefur hins vegar lýst yfir fullum stuðningi við þau. Auk þess þarf Bandaríkjaþing að samþykkja þau, en ekki er reiknað með andstöðu þar. Gert er ráð fyrir að fyrstu samkynhneigðu pörin geti gengið í hjónaband í Washington í mars á næsta ári.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×