Erlent

Draga undirritun á langinn

Sergei Lavrov Kennir Bandaríkjamönnum um tafir.fréttablaðið/AP
Sergei Lavrov Kennir Bandaríkjamönnum um tafir.fréttablaðið/AP

Sergei Lavrov, varnarmálaráðherra Rússlands, segir litlar líkur á að nýr afvopnunarsamningur við Bandaríkin verði undirritaður í vikunni, og kennir samninganefnd Bandaríkjanna um tafir sem orðið hafa.

Vonast hafði verið til að leiðtogar ríkjanna myndu undirrita samninginn í Kaupmannahöfn, þegar þeir hittust þar í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.

Samningurinn á að taka við af START I samningnum um fækkun kjarnorkuvopna, en sá samningur rann út í byrjun desember.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×