Sumir jafnari en Álftnesingar? 18. desember 2009 06:00 Kristján Sveinbjörnsson skrifar um fjármál Álftaness. Byggðin á Álftanesi, sem lengst af var lítið samfélag, hefur síðustu áratugi stækkað margfalt. Hröðust var uppbyggingin kringum nýliðin aldamót en þó hefur varla verið ráðist í nýjar byggingar íbúðarhúsa síðustu þrjú árin. Mikil aldamótauppbygging kostaði sveitarsjóð verulega fjármuni sem slegnir voru að láni að mestu erlendis. Nú blasir við að sveitarsjóður Álftaness er að þrotum kominn og eftir stendur spurningin um hvernig það megi vera? Svarið felst í aldurssamsetningu íbúa sem lengi hefur verið óhagstæð sveitarsjóði. Álftanes er ungt samfélag þar sem um 19% íbúa eru á grunnskólaaldri á meðan landsmeðaltalið er innan við 14%. Grunnskólinn er því hlutfallslega um 37% stærri en meðaltal annarra sveitarfélaga. Fræðslu- og æskulýðsmál eru stærstu útgjaldaliðir sveitarfélaga. Á Álftanesi námu þeir málaflokkar 934 milljónum á síðasta ári. Væri sveitarfélagið nær meðaltali má reikna með að kostnaðurinn væri 252 milljónum kr. lægri. Það er nánast sú upphæð sem sveitarsjóð skortir nú meðan útsvarstekjur eru um 810 milljónir og fasteignaskattar um 75 milljónir. Skattar íbúanna duga því ekki fyrir kostnaðinum af þessum mikilvægu málaflokkum hvað þá öðrum rekstri. Sveitarfélög landsins hafa jöfnunarsjóð til að jafna mismunandi stöðu sveitarfélaga. Þrátt fyrir að lögbundið hlutverk jöfnunarsjóðs sé að jafna út útgjöld sveitarfélaga gerir hann það aðeins að litlu leyti gagnvart stærsta liðnum, hinum lögbundnu fræðslumálum. Grunnur forsendna sjóðsins gagnvart grunnskólum landsins er rammskakkur enda er hann frá árinu 1996. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og forsendur fyrir rekstri grunnskóla hafa breyst verulega á 13 árum. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er einnig ætlað að tekjujafna sveitarfélög. Þar sem Álftanes er 10. útsvarshæsta sveitarfélag landsins á hvern íbúa, kemur nær ekkert í þess hlut úr þeim hluta sjóðsins. Því fellur Álftanes niður í 70. sæti af 78, þegar reiknað er saman skatttekjur og jöfnunarsjóður. Þannig er ljóst að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sinnir ekki lögbundnu hlutverki sínu gagnvart Álftanesi. Nýleg frétt Fréttablaðsins sætir furðu. Þar er haft eftir fulltrúa D-listans að ástæða slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sé nýbyggð sundlaug! Sú sérstæða fullyrðing er í þokkabót rökstudd með röngum tölum. Af óskiljanlegum ástæðum hefur D-listinn á Álftanesi frá upphafi talið byggingu nýrrar sundlaugar allt til foráttu, reyndi ítrekað að stöðva framkvæmdir á byggingatíma og lét reyna á byggingareglugerðir vegna opnunar rennibrautar við laugina. Nú hefur D-listinn endurheimt langþráð völd en þá ber svo við að hann hafnar því að kynna og auglýsa þessa nýju, glæsilegu aðstöðu. Tillaga þess efnis fæst ekki tekin fyrir í bæjarráði. Það er mótsagnakennt að hugsa til þess að sami flokkur og hafði forgöngu um hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fjölskyldufólk skuli ekki hafa séð fyrir aukna þörf á skólahúsnæði og annarri grunnþjónustu s.s. til íþróttakennslu. Þó tekur steininn úr að leggjast gegn úrbótum á því sviði með öllum tiltækum ráðum. Meðan mikilvægast er að róa öllum árum að því að sækja rétt sveitarfélagsins og leggja allt kapp á að efla tekjustofnana, gefur nýi „starfhæfi" meirihlutinn hins vegar út opinberar yfirlýsingar um að sveitarfélagið sé tæknilega gjaldþrota og lokar þar með á alla lánafyrirgreiðslu. Nú er svo komið að skuldabréfum í eigu sveitarfélagsins er ekki hægt að koma í verð. Er verið að jarða sveitarfélagið Álftanes endanlega með fjölmiðlavaldi? Krafa Álftnesinga er skýr: rétta þarf lögboðinn hlut Álftaness úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Við krefjumst þess að eiga tilverurétt sem sjálfstætt og barnvænt samfélag. Höfundur er bæjarfulltrúi á Álftanesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Kristján Sveinbjörnsson skrifar um fjármál Álftaness. Byggðin á Álftanesi, sem lengst af var lítið samfélag, hefur síðustu áratugi stækkað margfalt. Hröðust var uppbyggingin kringum nýliðin aldamót en þó hefur varla verið ráðist í nýjar byggingar íbúðarhúsa síðustu þrjú árin. Mikil aldamótauppbygging kostaði sveitarsjóð verulega fjármuni sem slegnir voru að láni að mestu erlendis. Nú blasir við að sveitarsjóður Álftaness er að þrotum kominn og eftir stendur spurningin um hvernig það megi vera? Svarið felst í aldurssamsetningu íbúa sem lengi hefur verið óhagstæð sveitarsjóði. Álftanes er ungt samfélag þar sem um 19% íbúa eru á grunnskólaaldri á meðan landsmeðaltalið er innan við 14%. Grunnskólinn er því hlutfallslega um 37% stærri en meðaltal annarra sveitarfélaga. Fræðslu- og æskulýðsmál eru stærstu útgjaldaliðir sveitarfélaga. Á Álftanesi námu þeir málaflokkar 934 milljónum á síðasta ári. Væri sveitarfélagið nær meðaltali má reikna með að kostnaðurinn væri 252 milljónum kr. lægri. Það er nánast sú upphæð sem sveitarsjóð skortir nú meðan útsvarstekjur eru um 810 milljónir og fasteignaskattar um 75 milljónir. Skattar íbúanna duga því ekki fyrir kostnaðinum af þessum mikilvægu málaflokkum hvað þá öðrum rekstri. Sveitarfélög landsins hafa jöfnunarsjóð til að jafna mismunandi stöðu sveitarfélaga. Þrátt fyrir að lögbundið hlutverk jöfnunarsjóðs sé að jafna út útgjöld sveitarfélaga gerir hann það aðeins að litlu leyti gagnvart stærsta liðnum, hinum lögbundnu fræðslumálum. Grunnur forsendna sjóðsins gagnvart grunnskólum landsins er rammskakkur enda er hann frá árinu 1996. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og forsendur fyrir rekstri grunnskóla hafa breyst verulega á 13 árum. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er einnig ætlað að tekjujafna sveitarfélög. Þar sem Álftanes er 10. útsvarshæsta sveitarfélag landsins á hvern íbúa, kemur nær ekkert í þess hlut úr þeim hluta sjóðsins. Því fellur Álftanes niður í 70. sæti af 78, þegar reiknað er saman skatttekjur og jöfnunarsjóður. Þannig er ljóst að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sinnir ekki lögbundnu hlutverki sínu gagnvart Álftanesi. Nýleg frétt Fréttablaðsins sætir furðu. Þar er haft eftir fulltrúa D-listans að ástæða slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sé nýbyggð sundlaug! Sú sérstæða fullyrðing er í þokkabót rökstudd með röngum tölum. Af óskiljanlegum ástæðum hefur D-listinn á Álftanesi frá upphafi talið byggingu nýrrar sundlaugar allt til foráttu, reyndi ítrekað að stöðva framkvæmdir á byggingatíma og lét reyna á byggingareglugerðir vegna opnunar rennibrautar við laugina. Nú hefur D-listinn endurheimt langþráð völd en þá ber svo við að hann hafnar því að kynna og auglýsa þessa nýju, glæsilegu aðstöðu. Tillaga þess efnis fæst ekki tekin fyrir í bæjarráði. Það er mótsagnakennt að hugsa til þess að sami flokkur og hafði forgöngu um hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fjölskyldufólk skuli ekki hafa séð fyrir aukna þörf á skólahúsnæði og annarri grunnþjónustu s.s. til íþróttakennslu. Þó tekur steininn úr að leggjast gegn úrbótum á því sviði með öllum tiltækum ráðum. Meðan mikilvægast er að róa öllum árum að því að sækja rétt sveitarfélagsins og leggja allt kapp á að efla tekjustofnana, gefur nýi „starfhæfi" meirihlutinn hins vegar út opinberar yfirlýsingar um að sveitarfélagið sé tæknilega gjaldþrota og lokar þar með á alla lánafyrirgreiðslu. Nú er svo komið að skuldabréfum í eigu sveitarfélagsins er ekki hægt að koma í verð. Er verið að jarða sveitarfélagið Álftanes endanlega með fjölmiðlavaldi? Krafa Álftnesinga er skýr: rétta þarf lögboðinn hlut Álftaness úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Við krefjumst þess að eiga tilverurétt sem sjálfstætt og barnvænt samfélag. Höfundur er bæjarfulltrúi á Álftanesi.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar