Sumir jafnari en Álftnesingar? 18. desember 2009 06:00 Kristján Sveinbjörnsson skrifar um fjármál Álftaness. Byggðin á Álftanesi, sem lengst af var lítið samfélag, hefur síðustu áratugi stækkað margfalt. Hröðust var uppbyggingin kringum nýliðin aldamót en þó hefur varla verið ráðist í nýjar byggingar íbúðarhúsa síðustu þrjú árin. Mikil aldamótauppbygging kostaði sveitarsjóð verulega fjármuni sem slegnir voru að láni að mestu erlendis. Nú blasir við að sveitarsjóður Álftaness er að þrotum kominn og eftir stendur spurningin um hvernig það megi vera? Svarið felst í aldurssamsetningu íbúa sem lengi hefur verið óhagstæð sveitarsjóði. Álftanes er ungt samfélag þar sem um 19% íbúa eru á grunnskólaaldri á meðan landsmeðaltalið er innan við 14%. Grunnskólinn er því hlutfallslega um 37% stærri en meðaltal annarra sveitarfélaga. Fræðslu- og æskulýðsmál eru stærstu útgjaldaliðir sveitarfélaga. Á Álftanesi námu þeir málaflokkar 934 milljónum á síðasta ári. Væri sveitarfélagið nær meðaltali má reikna með að kostnaðurinn væri 252 milljónum kr. lægri. Það er nánast sú upphæð sem sveitarsjóð skortir nú meðan útsvarstekjur eru um 810 milljónir og fasteignaskattar um 75 milljónir. Skattar íbúanna duga því ekki fyrir kostnaðinum af þessum mikilvægu málaflokkum hvað þá öðrum rekstri. Sveitarfélög landsins hafa jöfnunarsjóð til að jafna mismunandi stöðu sveitarfélaga. Þrátt fyrir að lögbundið hlutverk jöfnunarsjóðs sé að jafna út útgjöld sveitarfélaga gerir hann það aðeins að litlu leyti gagnvart stærsta liðnum, hinum lögbundnu fræðslumálum. Grunnur forsendna sjóðsins gagnvart grunnskólum landsins er rammskakkur enda er hann frá árinu 1996. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og forsendur fyrir rekstri grunnskóla hafa breyst verulega á 13 árum. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er einnig ætlað að tekjujafna sveitarfélög. Þar sem Álftanes er 10. útsvarshæsta sveitarfélag landsins á hvern íbúa, kemur nær ekkert í þess hlut úr þeim hluta sjóðsins. Því fellur Álftanes niður í 70. sæti af 78, þegar reiknað er saman skatttekjur og jöfnunarsjóður. Þannig er ljóst að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sinnir ekki lögbundnu hlutverki sínu gagnvart Álftanesi. Nýleg frétt Fréttablaðsins sætir furðu. Þar er haft eftir fulltrúa D-listans að ástæða slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sé nýbyggð sundlaug! Sú sérstæða fullyrðing er í þokkabót rökstudd með röngum tölum. Af óskiljanlegum ástæðum hefur D-listinn á Álftanesi frá upphafi talið byggingu nýrrar sundlaugar allt til foráttu, reyndi ítrekað að stöðva framkvæmdir á byggingatíma og lét reyna á byggingareglugerðir vegna opnunar rennibrautar við laugina. Nú hefur D-listinn endurheimt langþráð völd en þá ber svo við að hann hafnar því að kynna og auglýsa þessa nýju, glæsilegu aðstöðu. Tillaga þess efnis fæst ekki tekin fyrir í bæjarráði. Það er mótsagnakennt að hugsa til þess að sami flokkur og hafði forgöngu um hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fjölskyldufólk skuli ekki hafa séð fyrir aukna þörf á skólahúsnæði og annarri grunnþjónustu s.s. til íþróttakennslu. Þó tekur steininn úr að leggjast gegn úrbótum á því sviði með öllum tiltækum ráðum. Meðan mikilvægast er að róa öllum árum að því að sækja rétt sveitarfélagsins og leggja allt kapp á að efla tekjustofnana, gefur nýi „starfhæfi" meirihlutinn hins vegar út opinberar yfirlýsingar um að sveitarfélagið sé tæknilega gjaldþrota og lokar þar með á alla lánafyrirgreiðslu. Nú er svo komið að skuldabréfum í eigu sveitarfélagsins er ekki hægt að koma í verð. Er verið að jarða sveitarfélagið Álftanes endanlega með fjölmiðlavaldi? Krafa Álftnesinga er skýr: rétta þarf lögboðinn hlut Álftaness úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Við krefjumst þess að eiga tilverurétt sem sjálfstætt og barnvænt samfélag. Höfundur er bæjarfulltrúi á Álftanesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Kristján Sveinbjörnsson skrifar um fjármál Álftaness. Byggðin á Álftanesi, sem lengst af var lítið samfélag, hefur síðustu áratugi stækkað margfalt. Hröðust var uppbyggingin kringum nýliðin aldamót en þó hefur varla verið ráðist í nýjar byggingar íbúðarhúsa síðustu þrjú árin. Mikil aldamótauppbygging kostaði sveitarsjóð verulega fjármuni sem slegnir voru að láni að mestu erlendis. Nú blasir við að sveitarsjóður Álftaness er að þrotum kominn og eftir stendur spurningin um hvernig það megi vera? Svarið felst í aldurssamsetningu íbúa sem lengi hefur verið óhagstæð sveitarsjóði. Álftanes er ungt samfélag þar sem um 19% íbúa eru á grunnskólaaldri á meðan landsmeðaltalið er innan við 14%. Grunnskólinn er því hlutfallslega um 37% stærri en meðaltal annarra sveitarfélaga. Fræðslu- og æskulýðsmál eru stærstu útgjaldaliðir sveitarfélaga. Á Álftanesi námu þeir málaflokkar 934 milljónum á síðasta ári. Væri sveitarfélagið nær meðaltali má reikna með að kostnaðurinn væri 252 milljónum kr. lægri. Það er nánast sú upphæð sem sveitarsjóð skortir nú meðan útsvarstekjur eru um 810 milljónir og fasteignaskattar um 75 milljónir. Skattar íbúanna duga því ekki fyrir kostnaðinum af þessum mikilvægu málaflokkum hvað þá öðrum rekstri. Sveitarfélög landsins hafa jöfnunarsjóð til að jafna mismunandi stöðu sveitarfélaga. Þrátt fyrir að lögbundið hlutverk jöfnunarsjóðs sé að jafna út útgjöld sveitarfélaga gerir hann það aðeins að litlu leyti gagnvart stærsta liðnum, hinum lögbundnu fræðslumálum. Grunnur forsendna sjóðsins gagnvart grunnskólum landsins er rammskakkur enda er hann frá árinu 1996. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og forsendur fyrir rekstri grunnskóla hafa breyst verulega á 13 árum. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er einnig ætlað að tekjujafna sveitarfélög. Þar sem Álftanes er 10. útsvarshæsta sveitarfélag landsins á hvern íbúa, kemur nær ekkert í þess hlut úr þeim hluta sjóðsins. Því fellur Álftanes niður í 70. sæti af 78, þegar reiknað er saman skatttekjur og jöfnunarsjóður. Þannig er ljóst að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sinnir ekki lögbundnu hlutverki sínu gagnvart Álftanesi. Nýleg frétt Fréttablaðsins sætir furðu. Þar er haft eftir fulltrúa D-listans að ástæða slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sé nýbyggð sundlaug! Sú sérstæða fullyrðing er í þokkabót rökstudd með röngum tölum. Af óskiljanlegum ástæðum hefur D-listinn á Álftanesi frá upphafi talið byggingu nýrrar sundlaugar allt til foráttu, reyndi ítrekað að stöðva framkvæmdir á byggingatíma og lét reyna á byggingareglugerðir vegna opnunar rennibrautar við laugina. Nú hefur D-listinn endurheimt langþráð völd en þá ber svo við að hann hafnar því að kynna og auglýsa þessa nýju, glæsilegu aðstöðu. Tillaga þess efnis fæst ekki tekin fyrir í bæjarráði. Það er mótsagnakennt að hugsa til þess að sami flokkur og hafði forgöngu um hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fjölskyldufólk skuli ekki hafa séð fyrir aukna þörf á skólahúsnæði og annarri grunnþjónustu s.s. til íþróttakennslu. Þó tekur steininn úr að leggjast gegn úrbótum á því sviði með öllum tiltækum ráðum. Meðan mikilvægast er að róa öllum árum að því að sækja rétt sveitarfélagsins og leggja allt kapp á að efla tekjustofnana, gefur nýi „starfhæfi" meirihlutinn hins vegar út opinberar yfirlýsingar um að sveitarfélagið sé tæknilega gjaldþrota og lokar þar með á alla lánafyrirgreiðslu. Nú er svo komið að skuldabréfum í eigu sveitarfélagsins er ekki hægt að koma í verð. Er verið að jarða sveitarfélagið Álftanes endanlega með fjölmiðlavaldi? Krafa Álftnesinga er skýr: rétta þarf lögboðinn hlut Álftaness úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Við krefjumst þess að eiga tilverurétt sem sjálfstætt og barnvænt samfélag. Höfundur er bæjarfulltrúi á Álftanesi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar