Erlent

Íranskir hermenn hertóku íraska olíulind

Frá Írak.
Frá Írak. MYND/AFP
Íranskir hermenn fóru í nótt yfir landamærin til Íraks og hertóku þar olíulind. Írösk stjórnvöld vilja þó gera lítið úr málinu og segja að um yfirgefna lind sé að ræða sem sé auk þess á landsvæði sem þjóðirnar hafa lengi deilt um. Hermennirnir hafa flaggað Íranska fánanum yfir lindinni að sögn bandaríska hersins. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur engin ákvörðun verið tekin af Írökum um framhaldið en þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem Íranar fara yfir landamærin í óleyfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×