Erlent

Fimm létust í óveðri í Bandaríkjunum

Að minnsta kosti fimm létust í óveðri í Bandaríkjunum í gær. Ófært er á stóru svæði í norðausturhluta landsins og þúsundir heimila eru án rafmagns. Stormurinn náði frá Karólínufylki til New England og lét einni finna fyrir sér í Miðríkjunum. Mikið hefur snjóað en víða mælist 60 sentimetra þykkt snjólag.

Almenningssamgöngur á þessum svæðum eru nánast lamaðar og búast veðurfræðingar við því að gömul met falli í Baltimore og Washington, þar sem hefur verið gríðarleg snjókoma. En veðrið stoppaði ekki þingmenn í að koma sér í vinnuna, til að ræða breytingarnar á heilbrigðiskerfinu vestra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×