Erlent

Stjúpfaðirinn játaði

Á sjúkrahúsi í Salvador Læknar áttu vandaverk fyrir höndum.fréttablaðið/AP
Á sjúkrahúsi í Salvador Læknar áttu vandaverk fyrir höndum.fréttablaðið/AP

Stjúpfaðir tveggja ára drengs í Brasilíu hefur játað að hafa stungið 42 saumnálum á ýmsa staði í líkama hans.

Hann segist hafa gert það samkvæmt fyrirmælum konu, sem hann hélt vera að framkvæma einhvers konar trúarathöfn.

Þau hafa bæði verið handtekin ásamt þriðju manneskjunni. Um hundrað manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöð, þar sem þau héldu fólkið vera niðurkomið.

Pilturinn var fluttur í gær á hjartadeild sjúkrahúss í norðaustanverðri Brasilíu, þar sem reyna átti að fjarlægja saumnálarnar, einkum þó tvær þeirra sem eru hættulega nálægt hjarta drengsins.

Læknar á sjúkrahúsinu sem drengurinn var fyrst fluttur á treystu sér ekki til að fjarlægja neinar af nálunum 42 af ótta við að valda drengnum meira tjóni.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×