Fjölgun opinberra listamanna um 33% Haukur Þór Hauksson skrifar 9. mars 2009 06:00 Almenningur á Íslandi hefur beðið lengi eftir tillögum minnihlutastjórnar vinstri flokkanna um aðgerðir í atvinnumálum. Á meðan þúsundir manna hafa misst vinnuna í hverjum mánuði að undanförnu hefur dýmætur tími farið í að segja upp tilteknum manni í Seðlabanka Íslands, pælingar um stjórnlagaþing og aðferðir við skipun dómara svo dæmi séu tekin. Þann tíma hefði heldur átt að nýta til að bregðast við því neyðarástandi sem hefur skapast í íslenskum atvinnumálum. Vinsældapólitík í stað varanlegra lausna Gott og vel, tillögurnar eru loksins komnar og ýmislegt gott er að finna í þeim. Ég tel reyndar að í tillögum ríkisstjórnar sé horft til of skamms tíma. Leggja hefði átt meiri áherslu á að vernda mikilvægt störf sem nú þegar eru til staðar, auka fjárframlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, styrkja iðnmenntun og háskólana, en fyrst og fremst lækka álögur á fyrirtæki nú í versta storminum. Með því að lækka skatta og gjöld þá verða fyrirtækin frekar í stakk búin til að lifa af, eflast og ráða nýtt starfsfólk til framtíðar. Ein var sú tillaga minnihlutastjórnarinnar sem vakti sérstaka undrun mína. Menntamálaráðherra ákvað að fjölga fólki á listamannalaunum um 33%! Starfslaun listamanna eru kr. 267.000 á mánuði eða um 80% hærri en grunnatvinnuleysisbætur. Á þessum tímum þegar ríkið hefur vart efni á að vernda þá sem minnst mega sín er ákveðið að fjölga listamönnum á framfæri hins opinbera.Virðing fyrir skattfé almennings lítil Að sögn menntamálaráðherra verður kostnaðurinn af þessum aðgerðum ekki vandamál þar sem þeim fylgja engin aukin ríkisútgjöld. Bendir ráðherrann í þessu sambandi á að hann hafi fundið ónýttar fjárheimildir innan ráðuneytisins. Það viðhorf sem þarna birtist til fjármuna almennings er óásættanlegt. Ráðherrann virðist ekki gera ráð fyrir þeim möguleika að nýta einfaldlega ekki umræddar fjárheimildir og gefa þess í stað skattgreiðendum, þ.e. fjölskyldunum í landinu, sjálfum kost á að ráðstafa peningunum. Ráðherrann virðist líta á að með því væru fjármunirnir að fara forgörðum. Peningarnir eru því settir til listamanna á ríkisstyrkjum á sama tíma og fjölskyldurnar í landinu þurfa að hafa sig allar við til þess að láta enda ná saman. Beinn styrkur til listamanna óháð tekjum og efnahag Látum liggja á milli hluta hvort það sé hlutverk hins opinbera að greiða starfandi listamönnum föst laun eða ekki. Hvað sem því líður hljótum við að geta sammælst um að á tímum sem þessum eigi aðeins að ráðstafa opinberum fjármunum til nauðsynlegra verkefna. Öfugt við örorkubætur og aðrar bætur almannatrygginga, sem skerðast hafi bótaþeginn aðrar tekjur, eru starfslaunin beinn styrkur til listamanna sem sumir hverjir eru með ágætar tekjur fyrir og hafa þegar komið sér rækilega á framfæri hérlendis sem og erlendis. Slíka fjármuni á að nýta í þágu þeirra sem eru í sárri neyð, svo einfalt er það. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Gagnrýnir fjölgun listamannalauna „Starfslaun listamanna eru 267 þúsund krónur á mánuði eða um 80% hærri en grunnatvinnuleysisbætur,“ segir Haukur Þór Hauksson viðskiptafræðingur og prófkjörsframbjóðandi. 9. mars 2009 09:30 Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningur á Íslandi hefur beðið lengi eftir tillögum minnihlutastjórnar vinstri flokkanna um aðgerðir í atvinnumálum. Á meðan þúsundir manna hafa misst vinnuna í hverjum mánuði að undanförnu hefur dýmætur tími farið í að segja upp tilteknum manni í Seðlabanka Íslands, pælingar um stjórnlagaþing og aðferðir við skipun dómara svo dæmi séu tekin. Þann tíma hefði heldur átt að nýta til að bregðast við því neyðarástandi sem hefur skapast í íslenskum atvinnumálum. Vinsældapólitík í stað varanlegra lausna Gott og vel, tillögurnar eru loksins komnar og ýmislegt gott er að finna í þeim. Ég tel reyndar að í tillögum ríkisstjórnar sé horft til of skamms tíma. Leggja hefði átt meiri áherslu á að vernda mikilvægt störf sem nú þegar eru til staðar, auka fjárframlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, styrkja iðnmenntun og háskólana, en fyrst og fremst lækka álögur á fyrirtæki nú í versta storminum. Með því að lækka skatta og gjöld þá verða fyrirtækin frekar í stakk búin til að lifa af, eflast og ráða nýtt starfsfólk til framtíðar. Ein var sú tillaga minnihlutastjórnarinnar sem vakti sérstaka undrun mína. Menntamálaráðherra ákvað að fjölga fólki á listamannalaunum um 33%! Starfslaun listamanna eru kr. 267.000 á mánuði eða um 80% hærri en grunnatvinnuleysisbætur. Á þessum tímum þegar ríkið hefur vart efni á að vernda þá sem minnst mega sín er ákveðið að fjölga listamönnum á framfæri hins opinbera.Virðing fyrir skattfé almennings lítil Að sögn menntamálaráðherra verður kostnaðurinn af þessum aðgerðum ekki vandamál þar sem þeim fylgja engin aukin ríkisútgjöld. Bendir ráðherrann í þessu sambandi á að hann hafi fundið ónýttar fjárheimildir innan ráðuneytisins. Það viðhorf sem þarna birtist til fjármuna almennings er óásættanlegt. Ráðherrann virðist ekki gera ráð fyrir þeim möguleika að nýta einfaldlega ekki umræddar fjárheimildir og gefa þess í stað skattgreiðendum, þ.e. fjölskyldunum í landinu, sjálfum kost á að ráðstafa peningunum. Ráðherrann virðist líta á að með því væru fjármunirnir að fara forgörðum. Peningarnir eru því settir til listamanna á ríkisstyrkjum á sama tíma og fjölskyldurnar í landinu þurfa að hafa sig allar við til þess að láta enda ná saman. Beinn styrkur til listamanna óháð tekjum og efnahag Látum liggja á milli hluta hvort það sé hlutverk hins opinbera að greiða starfandi listamönnum föst laun eða ekki. Hvað sem því líður hljótum við að geta sammælst um að á tímum sem þessum eigi aðeins að ráðstafa opinberum fjármunum til nauðsynlegra verkefna. Öfugt við örorkubætur og aðrar bætur almannatrygginga, sem skerðast hafi bótaþeginn aðrar tekjur, eru starfslaunin beinn styrkur til listamanna sem sumir hverjir eru með ágætar tekjur fyrir og hafa þegar komið sér rækilega á framfæri hérlendis sem og erlendis. Slíka fjármuni á að nýta í þágu þeirra sem eru í sárri neyð, svo einfalt er það. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Gagnrýnir fjölgun listamannalauna „Starfslaun listamanna eru 267 þúsund krónur á mánuði eða um 80% hærri en grunnatvinnuleysisbætur,“ segir Haukur Þór Hauksson viðskiptafræðingur og prófkjörsframbjóðandi. 9. mars 2009 09:30
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun