Handbolti

Guðjón Valur markahæstur í sigri Rhein-Neckar Löwen

Oskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/GettyImages

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í 34-26 sigri Rhein-Neckar Löwen á HSG Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Guðjón Valur skoraði sjö mörk í leiknum alveg eins og Uwe Gensheimer sem skorað fjögur marka sinna úr vítum.

Guðjón Valur skoraði öll sjö mörkin sín á fyrstu 33 mínútunum. Ólafur Stefánsson skoraði 2 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen en Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað. Ólafi tókst ekki að nýta eina vítið sitt í leiknum. Rhein-Neckar Löwen var 17-12 yfir í hálfleik.

Vignir Svavarsson skoraði 3 mörk fyrir Lemgo í 28-32 tapi fyrir Frisch Auf Göppingen á útivelli en Logi Geirsson var ekki meðal markaskorara Lemgo í leiknum.

TuS N-Lübbecke vann 32-23 sigur á MT Melsungen. HeiðmarFelixson komst ekki á blað og Þórir Ólafsson gat ekki leikið með vegna meiðsla.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×