Um endurreisn tannheilsu barna Sigurður Benediktsson skrifar 3. desember 2009 06:00 Nú eru liðin tuttugu ár síðan Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti sáttmála um réttindi barna. Sáttmálinn sem oft er nefndur Barnasáttmáli var seinna staðfestur af íslenskum stjórnvöldum. Nú kann einhver að hugsa sem svo hvað Barnasáttmálinn komi tönnum við en það vill svo til að í téðum sáttmála er sérstaklega tekið fram að tryggja eigi öllum börnum nauðsynlega læknis- og heilbrigðisþjónustu. Tennur og tannheilsa eru mikilvægur þáttur í heilbrigði hvers barns og því mikilvægt að tryggt sé að barn hafi greiðan aðgang að tannheilsugæslu. Hér á landi er það því miður ekki raunin og hefur ekki verið undanfarin ár. Sýnt hefur til dæmis verið fram á að beint samband er milli tannskemmdartíðni barna og tekna fjölskyldna þeirra og hefur þessi vitneskja legið fyrir í þó nokkur ár. Efnaminni fjölskyldur hafa því ekki sama aðgengi að tannheilsugæslu fyrir börn sín vegna þess að stjórnvöld þessa lands hafa stöðugt dregið úr greiðsluþátttöku vegna tannlækninga. Ég fullyrði að stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt börnum þessa lands vanrækslu á háu stigi og skellt skollaeyrum við viðvörunum tannlækna og þeirra sem láta sig tannheilbrigði varða. Við sem störfum á tannlæknastofum verðum því miður vitni að afleiðingum þessa í hverri viku á stofum okkar og var það þyngra en tárum taki að starfa á Hjálparvakt tannlækna sl. vetur og upplifa þá neyð sem sum þessara barna eru í. Litlar líkur eru á að þessi Hjálparvakt verði endurtekin því Tannlæknafélag Íslands stóð eftir með töluverðan kostnað sem svona lítið félag getur ekki staðið undir til lengdar. Tannlæknar hafa þó í einhverjum mæli verið að aðstoða börn og unglinga sem búa við kröpp kjör gegnum ýmis hjálparsamtök sem starfandi eru hér á landi. Tannheilsa er langhlaupTannheilsa er langhlaup og ekki er hægt að bjarga henni fyrir horn með litlu átaki. Við þekkjum samt alla þá áhættuþætti sem koma við sögu og höfum öll þau meðul og mannskap sem þarf til að viðhalda góðri tannheilsu. Skipta þar mestu góðar venjur og gott mataræði, ásamt því að mæta reglulega til tannlæknis og fá þar þær forvarnir sem eiga við í hverju tilfelli fyrir sig. Mikilvægt er að tannlæknir geti greint börn sem eru í áhættuhópi fyrir tannskemmdum og veitt þeim þá meðferð sem þau þurfa tafarlaust og á skilvirkan hátt. Við hættum t.d. ekki að bólusetja þó að ekkert bóli á sjúkdómnum. Nú reynir á yfirvöld sem aldrei fyrr að endurreisa tannheilsu íslenskra barna. Bæði þarf að bregðast við þeim mikla vanda sem nokkuð stór hluti barna glímir við og eins að stórauka forvarnir til tannlækninga bæði í skólum og á tannlæknastofum. Við þurfum ekki enn eitt loforðið, bara að þetta sé gert! Afgangur af fjárlögum!Eins undarlega og það kann að hljóma þá hefur verið afgangur af fjárlögum til tannlækninga síðustu átta til tíu ár. Hvernig má það vera að sú upphæð sem ákveðin er til tannlækninga ár hvert af Alþingi skili sér ekki til þegna landsins? Hvernig getur eiginlega staðið á þessu þegar þörfin er æpandi á okkur dag hvern og nú stefnir allt í að metafgangur verði fyrir árið 2009? Hér eru það aðeins þeir tekjuhærri sem geta nýtt sér almannatryggingakerfið. Hinir nýta sér ekki styrk ríkisins. Þetta veldur m.a. því að kerfið viðheldur versnandi tannheilsu íslenskra barna. Núverandi fyrirkomulag, sem stuðlar að versnandi tannheilsu, er hluti af þeirri góðu heilbrigðisþjónustu sem við teljum okkur hafa eða er það kannski bara tálsýn? Nýjustu upplýsingar sýna núna að undanfarna mánuði hefur sú upphæð sem greidd er til tannlækninga úr ríkissjóði minnkað um 15-20% miðað við sama tímabil fyrir ári. Hér er líklegasta skýringin versnandi efnahagsástand og afkoma heimila sem skilar sér í færri heimsóknum og verri heimtum barna til tannlækna. Endurgreiðsluhlutfallið lækkar síðan stöðugt hlutfallslega þrátt fyrir afgang af því fé sem Alþingi veitir þó til þessa málaflokks. Hvernig ætla stjórnvöld að verja þá staðreynd að afgangur er á hverju ári af fjárlögum til tannheilsugæslu? Hvernig ætla þau að koma í veg fyrir að vinnandi fólk, barnafólk sem kemur til með að bera byrðar Hrunsins, flytjist ekki úr landi og setjist að þar sem yfirvöld tryggja jafnan aðgang barna að heilbrigðisþjónustu eins og lögð er áhersla á í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Höfundur er formaður Tannlæknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nú eru liðin tuttugu ár síðan Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti sáttmála um réttindi barna. Sáttmálinn sem oft er nefndur Barnasáttmáli var seinna staðfestur af íslenskum stjórnvöldum. Nú kann einhver að hugsa sem svo hvað Barnasáttmálinn komi tönnum við en það vill svo til að í téðum sáttmála er sérstaklega tekið fram að tryggja eigi öllum börnum nauðsynlega læknis- og heilbrigðisþjónustu. Tennur og tannheilsa eru mikilvægur þáttur í heilbrigði hvers barns og því mikilvægt að tryggt sé að barn hafi greiðan aðgang að tannheilsugæslu. Hér á landi er það því miður ekki raunin og hefur ekki verið undanfarin ár. Sýnt hefur til dæmis verið fram á að beint samband er milli tannskemmdartíðni barna og tekna fjölskyldna þeirra og hefur þessi vitneskja legið fyrir í þó nokkur ár. Efnaminni fjölskyldur hafa því ekki sama aðgengi að tannheilsugæslu fyrir börn sín vegna þess að stjórnvöld þessa lands hafa stöðugt dregið úr greiðsluþátttöku vegna tannlækninga. Ég fullyrði að stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt börnum þessa lands vanrækslu á háu stigi og skellt skollaeyrum við viðvörunum tannlækna og þeirra sem láta sig tannheilbrigði varða. Við sem störfum á tannlæknastofum verðum því miður vitni að afleiðingum þessa í hverri viku á stofum okkar og var það þyngra en tárum taki að starfa á Hjálparvakt tannlækna sl. vetur og upplifa þá neyð sem sum þessara barna eru í. Litlar líkur eru á að þessi Hjálparvakt verði endurtekin því Tannlæknafélag Íslands stóð eftir með töluverðan kostnað sem svona lítið félag getur ekki staðið undir til lengdar. Tannlæknar hafa þó í einhverjum mæli verið að aðstoða börn og unglinga sem búa við kröpp kjör gegnum ýmis hjálparsamtök sem starfandi eru hér á landi. Tannheilsa er langhlaupTannheilsa er langhlaup og ekki er hægt að bjarga henni fyrir horn með litlu átaki. Við þekkjum samt alla þá áhættuþætti sem koma við sögu og höfum öll þau meðul og mannskap sem þarf til að viðhalda góðri tannheilsu. Skipta þar mestu góðar venjur og gott mataræði, ásamt því að mæta reglulega til tannlæknis og fá þar þær forvarnir sem eiga við í hverju tilfelli fyrir sig. Mikilvægt er að tannlæknir geti greint börn sem eru í áhættuhópi fyrir tannskemmdum og veitt þeim þá meðferð sem þau þurfa tafarlaust og á skilvirkan hátt. Við hættum t.d. ekki að bólusetja þó að ekkert bóli á sjúkdómnum. Nú reynir á yfirvöld sem aldrei fyrr að endurreisa tannheilsu íslenskra barna. Bæði þarf að bregðast við þeim mikla vanda sem nokkuð stór hluti barna glímir við og eins að stórauka forvarnir til tannlækninga bæði í skólum og á tannlæknastofum. Við þurfum ekki enn eitt loforðið, bara að þetta sé gert! Afgangur af fjárlögum!Eins undarlega og það kann að hljóma þá hefur verið afgangur af fjárlögum til tannlækninga síðustu átta til tíu ár. Hvernig má það vera að sú upphæð sem ákveðin er til tannlækninga ár hvert af Alþingi skili sér ekki til þegna landsins? Hvernig getur eiginlega staðið á þessu þegar þörfin er æpandi á okkur dag hvern og nú stefnir allt í að metafgangur verði fyrir árið 2009? Hér eru það aðeins þeir tekjuhærri sem geta nýtt sér almannatryggingakerfið. Hinir nýta sér ekki styrk ríkisins. Þetta veldur m.a. því að kerfið viðheldur versnandi tannheilsu íslenskra barna. Núverandi fyrirkomulag, sem stuðlar að versnandi tannheilsu, er hluti af þeirri góðu heilbrigðisþjónustu sem við teljum okkur hafa eða er það kannski bara tálsýn? Nýjustu upplýsingar sýna núna að undanfarna mánuði hefur sú upphæð sem greidd er til tannlækninga úr ríkissjóði minnkað um 15-20% miðað við sama tímabil fyrir ári. Hér er líklegasta skýringin versnandi efnahagsástand og afkoma heimila sem skilar sér í færri heimsóknum og verri heimtum barna til tannlækna. Endurgreiðsluhlutfallið lækkar síðan stöðugt hlutfallslega þrátt fyrir afgang af því fé sem Alþingi veitir þó til þessa málaflokks. Hvernig ætla stjórnvöld að verja þá staðreynd að afgangur er á hverju ári af fjárlögum til tannheilsugæslu? Hvernig ætla þau að koma í veg fyrir að vinnandi fólk, barnafólk sem kemur til með að bera byrðar Hrunsins, flytjist ekki úr landi og setjist að þar sem yfirvöld tryggja jafnan aðgang barna að heilbrigðisþjónustu eins og lögð er áhersla á í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Höfundur er formaður Tannlæknafélags Íslands.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun