Erlent

Rækilegur niðurskurður bresku lögreglunnar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Breskir lögregluþjónar eiga að vera einir á ferð á vaktinni í stað tveggja og tveggja saman, og spara þannig það fjármagn sem ætlað er til löggæslu. Þetta segir breski innanríkisráðherrann Alan Johnson. Fleiri niðurskurðartillögur eru einnig komnar á teikniborðið og hafa sumar hverjar þegar verið samþykktar, svo sem fækkun lögregluþyrlna um fimmtung og uppsagnir fjölda skrifstofufólks hjá lögregluembættum landsins. Með þessum aðgerðum er ætlunin að skera niður um 545 milljónir punda og eiga allar niðurskurðartillögurnar að vera komnar í framkvæmd árið 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×