Erlent

Madoff á sjúkradeild

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bernie Madoff er komin á sjúkrastofu.
Bernie Madoff er komin á sjúkrastofu.
Fjárglæframaðurinn Bernie Madoff hefur verið færður á sjúkrastofu í fangelsinu þar sem hann afplánar. Madoff situr af sér 150 ára dóm fyrir fjársvik. Hann var fluttur á sjúkrastofuna þann 18. desember síðastliðinn, eftir því sem talskona fangelsisins fullyrðir við BBC. Hún vildi hins vegar ekki upplýsa nánar um aðstæður Madoffs. Madoff er 71 árs gamall. Hann hefur gengist við því að hafa svikið út um 65 milljarða dala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×