Viðskipti innlent

FME ætlar að koma á fót eigin víkingasveit

Fjármálaeftirlitið (FME) ætlar að koma á fót eigin víkingasveit til að koma í veg fyrir annað bankahrun ef marka má orð Gunnars Andersen forstjóra FME í samtali við endurskoðendavefinn Complinet.

Ætlunin er að sveit þessi verði send inn á skrifstofur án viðvarana til að rannsaka banka og aðrar fjármálastofnanir ef grunur leikur á um að þessir aðilar fylgi ekki réttum leikreglum. Gunnar Andersen segir að tæknilega rannsóknir yrðu framkvæmdar á staðnum.

„Við erum að reyna að breyta allri bankamenningunni á Íslandi," segir Gunnar í samtalinu. „Áhættustjórnun var mjög léleg og góðir starfshætti ekki hafðir í heiðri."

Ennfremur kemur fram hjá Gunnari að engin sjálfsgagnrýni hafi verið til staðar í íslenska bankakerfinu áður en það hrundi. „Fólk vildi trúa því að allt væri í lagi," segir hann.

Þá gagnrýnir Gunnar að lánshæfiseinkunnir sem gefnar voru bönkunum hafi verið óraunhæfar en þær hafi síðan haft áhrif á eftirlitsaðila og fjárfesta. „Það á ekki að gera lítið úr þessum þætti málsins," segir Gunnar Andersen.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.