Viðskipti innlent

FME ætlar að koma á fót eigin víkingasveit

Fjármálaeftirlitið (FME) ætlar að koma á fót eigin víkingasveit til að koma í veg fyrir annað bankahrun ef marka má orð Gunnars Andersen forstjóra FME í samtali við endurskoðendavefinn Complinet.

Ætlunin er að sveit þessi verði send inn á skrifstofur án viðvarana til að rannsaka banka og aðrar fjármálastofnanir ef grunur leikur á um að þessir aðilar fylgi ekki réttum leikreglum. Gunnar Andersen segir að tæknilega rannsóknir yrðu framkvæmdar á staðnum.

„Við erum að reyna að breyta allri bankamenningunni á Íslandi," segir Gunnar í samtalinu. „Áhættustjórnun var mjög léleg og góðir starfshætti ekki hafðir í heiðri."

Ennfremur kemur fram hjá Gunnari að engin sjálfsgagnrýni hafi verið til staðar í íslenska bankakerfinu áður en það hrundi. „Fólk vildi trúa því að allt væri í lagi," segir hann.

Þá gagnrýnir Gunnar að lánshæfiseinkunnir sem gefnar voru bönkunum hafi verið óraunhæfar en þær hafi síðan haft áhrif á eftirlitsaðila og fjárfesta. „Það á ekki að gera lítið úr þessum þætti málsins," segir Gunnar Andersen.





Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.