Tiger tilbúinn í slaginn á Opna bandaríska meistaramótinu Ómar Þorgeirsson skrifar 12. júní 2009 17:30 Tiger Woods. Nordic photos/Getty images Tiger Woods vonast til þess að verja titil sinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í næstu viku en Woods vann þar eftirminnilegan sigur í fyrra þegar hann var meiddur á hné. Woods fór svo í uppskurð eftir mótið og var frá keppni í um átta mánuði en er allur að komast aftur á skrið. Hann sneri aftur í febrúar og vann strax á Arnold Palmer-mótinu og um síðustu helgi vann hann Memorial meistaramótið. „Það er alltaf gott að spila vel stuttu fyrir stórmót eins og Opna bandaríska meistaramótið. Þetta gefur manni mikið sjálfstraust. Það er langur vegur til stefnu samt sem áður," segir Woods. Woods eltir enn met Jack Nicklaus sem hefur unnið átján stóra titla á ferli sínum en Woods er kominn með fjórtán stóra titla og stefnir á þann fimmtánda í næstu viku. „Bethpage-völlurinn er langur og erfiður en jafnframt mjög skemmtilegur. Ég hlakka mjög til að takast á við þetta mót," segir Woods. Golf Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods vonast til þess að verja titil sinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í næstu viku en Woods vann þar eftirminnilegan sigur í fyrra þegar hann var meiddur á hné. Woods fór svo í uppskurð eftir mótið og var frá keppni í um átta mánuði en er allur að komast aftur á skrið. Hann sneri aftur í febrúar og vann strax á Arnold Palmer-mótinu og um síðustu helgi vann hann Memorial meistaramótið. „Það er alltaf gott að spila vel stuttu fyrir stórmót eins og Opna bandaríska meistaramótið. Þetta gefur manni mikið sjálfstraust. Það er langur vegur til stefnu samt sem áður," segir Woods. Woods eltir enn met Jack Nicklaus sem hefur unnið átján stóra titla á ferli sínum en Woods er kominn með fjórtán stóra titla og stefnir á þann fimmtánda í næstu viku. „Bethpage-völlurinn er langur og erfiður en jafnframt mjög skemmtilegur. Ég hlakka mjög til að takast á við þetta mót," segir Woods.
Golf Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira