Erlent

Hætt við kosningar í Afganistan

Óli Tynes skrifar
Hamid Karzai.
Hamid Karzai.

Engar kosningar verða í Afganistan um næstu helgi eins og til stóð. Hamid Karzai hefur verið lýstur réttkjörinn forseti landsins eftir að mótframbjóðandi hans Abdullah Abdullad hætti við framboð sitt.

Abdullah sagði að ekki væri hægt að tryggja heiðarlegar kosningar og því dró hann sig í hlé.

Karzai fékk um 55 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Vegna stórfelldra kosningasvika var sú tala lækkuð niður í 45 prósent. Þar sem kjörinn forseti þarf að fá rúmlega fimmtíu prósenta kosningu var ákveðið að kjósa aftur á milli hans og Abdullas.

Eftir að Abdullah dró sig í hlé var í fyrstu ákveðið að halda kosningarnar samt, með Karzai einan í framboði.

Kjörstjórnin útskýrði þá ákvörðun sína að hætta við kosningarnar með því að mörg ofbeldisverk og hótanir hefðu fylgt fyrri umferð kosninganna. Því hefði verið hætt við seinni umferðina þar sem hún væri í raun ekki nauðsynleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×