Erlent

Farþeginn hvarf úr aftursæti flugvélar

Óli Tynes skrifar
Sjáumst.
Sjáumst.

Það er erfitt að segja hvorum hafi brugðið meira flugmanni eða farþega einnar af listflugvélum Suður-Afríska flughersins sem fóru saman í loftið um síðustu helgi.

Í listflugi er tíðum mikill hamagangur. Vélarnar slengjast til og frá og upp og niður. Og þeir sem eru um borð slengjast auðvitað líka til.

Umræddur farþegi var ekki flugmaður sjálfur og var nóg um hvernig vélin lét. Hann greip því undir sætisbríkina milli fóta sér til að reyna að halda sér kyrrum.

En undir sætisbríkinni í orrustuflugvélum er handfangið sem flugmennirnir grípa í til þess að skjóta sér út úr vélunum í fallhlíf, ef allt er að fara til helvítis.

Sekúndubroti síðar var því lítil eldflaug búin að skjóta farþeganum hundrað metra frá flugvélinni í gegnum plexiglerhlífina sem er yfir stjórnklefanum.

Sem betur fór virkaði fallhlífin fullkomlega og farþeginn sveif ómeiddur til jarðar. Flugmaðurinn lenti einnig heilu og höldnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×