Erlent

Tólf látnir eftir sprengingu í Kabúl

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Leifarnar af bílnum.
Leifarnar af bílnum. MYND/Reuters

Öflug sprengja sprakk nálægt indverska sendiráðinu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun og varð tólf manns að bana en 45 eru særðir. Sprengjunni var komið fyrir í bíl handan götunnar og gjöreyðilagðist verslunarhúsnæði sem honum hafði verið lagt við. Ekki er nema rúmt ár síðan talíbanar stóðu fyrir sjálfsmorðssprengjuárás við indverska sendiráðið og urðu 58 manns að bana, þar á meðal tveimur hátt settum starfsmönnum sendiráðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×