Innlent

Borgarahreyfingin hyggur á þingframboð

Nýtt stjórnmálaafl, Borgarahreyfingin, hefur verið stofnað. Hreyfingin er sprottin upp úr bandalagi fólks úr ýmsum grasrótarsamtökum. Formaður var kjörinn Herbert Sveinbjörnsson.

Vinna að stefnumálum er langt á veg komin, að fram kemur í tilkynningu. Allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi framboðins eru boðnir velkomnir inn á fund í kvöld klukkan 20 í Borgartúni 3.

Framboðið verður kynnt formlega á blaðamannafundi síðar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×