Enski boltinn

Zola vill nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianfranco Zola, stjóri West Ham.
Gianfranco Zola, stjóri West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Gianfranco Zola vonast til þess að hann fái nýjan samning við félagið þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir um eignarhald félagsins.

Hansa, eignarhaldsfélag sem á West Ham, er í greiðslustöðvun til byrjun júní en félagið er í eigu Björgólfs Guðmundssonar.

Ef ekki tekst að selja félagið fyrir þann tíma þykir víst að kröfuhafar í Hansa, þá helst bankar og aðrar fjármálastofnanir, munu taka yfir stjórn félagsins.

„Ég er byrjaður á ákveðnum verkefni og vonandi verða engin vandræði með samningsmálin mín," sagði Zola.

Hann sagði algjört skilyrði fyrir því að hann verði áfram hjá félaginu er að þjálfaralið þess haldi sínum störfum.

„Leyndarmál okkar á þessu tímabili er það að allir hafa unnið frábært starf í sameiningu og við þurfum að taka skref fram á við sem liðsheild, annars stöndum við í stað."

West Ham er sem stendur í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Ef félagið heldur því sæti keppir það í Evrópukeppni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×