Erlent

Bretar framselja tölvuhakkara til Bandaríkjanna

Óli Tynes skrifar
Gary McKinnon á Trafalgartorgi.
Gary McKinnon á Trafalgartorgi.

Innanríkisráðherra Bretlands hefur synjað beiðni tölvuhakkara um að stöðva framsal hans til Bandaríkjanna.

Bandaríkjamenn kröfðust þess að Gary McKinnon yrði framseldur eftir að hann hakkaði sig inn í tölvukerfi varnarmálaráðuneytisins.

Breskur dómstóll hafði áður synjað honum um leyfi til þess að leggja málið fyrir hæstarétt. McKinnon sem er fjörutíu og þriggja ára gamall segir að hann hafi aðeins verið að leita að gögnum um fljúgandi furðuhluti í tölvum bandaríska varnarmálaráðuneytisins.

McKinnon er með Aspergers heilkenni og fjölskylda hans segir að heilsu hans hafi mjög hrakað vegna þrýstingsins sem hann hefur verið undir síðan Bandaríkjamenn kröfðust þess að hann yrði framseldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×