Innlent

Íbúar taka ekki byrði ríkisins

Árekstur á Reykjanesbraut Í nógu er að snúast í sjúkraflutningum á Reykjanesi, meðal annars vegna umferðarslysa á Reykjanesbraut.Fréttablaðið/Vilhelm
Árekstur á Reykjanesbraut Í nógu er að snúast í sjúkraflutningum á Reykjanesi, meðal annars vegna umferðarslysa á Reykjanesbraut.Fréttablaðið/Vilhelm

„Þetta er að mati bæjarfulltrúa algerlega óásættanleg framkoma í garð íbúa svæðisins,“ segir bæjarstjórn Reykjanesbæjar sem eins og bæjarráð Voga tekur undir sjónarmið Brunavarna Suðurnesja varðandi niðurskurð í framlögum ríksins til sjúkraflutninga.

„Ríkið hefur nú ákveðið einhliða að greiða 70 milljónir króna fyrir sjúkraflutninga sem kosta 130 milljónir króna á ári,“ segir bæjarstjórn Reykjanesbaæjar. „Með þessu framferði hefur ríkið einhliða sagt upp samningi um sjúkraflutninga á sama tíma og upplýst er að verulega skortir á að HSS sitji við sama borð í fjárlögum og aðrar sjúkrastofnanir.“

Bæjarráð Voga segir heilbrigðisráðuneytið þegar hafa lokað heilsugæsluseli í Vogum og ætlast nú til að íbúar greiði niður sjúkraflutninga enn meira en áður.

„Ríkið getur ekki ætlast til að íbúar í Vogum, Garði og Reykjanesbæ taki á sig byrðar vegna samninga sem ríkið telur sig ekki geta staðið við,“ segir bæjarráðið sem vill að heilbrigðisráðuneytið geri tillögu um leiðréttingu á misræmi sem sé milli Suðurnesja og annarra svæða varðandi heilbrigðisþjónustu. Þá er hermt upp á þingmenn kjördæmisins loforð um liðsinni.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×