Skoðun

Sækjum um aðild að ESB

Það er brýnt að strax eftir kosningar verði farið í að undirbúa aðildarviðræður við ESB samkvæmt samningsumboði frá Alþingi. Það er hluti af aðgerðum til að tryggja langtímahagsmuni þjóðarinnar. Í aðildarviðræðunum sjálfum þarf að hafa skýra sýn á samningsmarkmiðin eða skilyrðin eins og þau eru nefnd í ályktun okkar framsóknarmanna frá flokksþinginu um miðjan janúar. Sérstaklega þarf að huga að hagsmunum almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar og auðlindum landsmanna. Viðræðuferlið þarf að vera opið og lýðræðislegt og þegar samningur liggur fyrir, skal endanleg afstaða tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.

Settu X-B á laugardaginn!

Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi suður.




Skoðun

Skoðun

Stöðvum hel­víti á jörðu

Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Sjá meira


×