Lífið

Hætta við skilnað - aftur

Hjónakornin
Hjónakornin

Óskarsverðlaunahafinn Sean Penn sótti sum skilnað frá Robyn Wright Penn eiginkonu sinni í síðasta mánuði en þau hafa verið gift í þrettán ár. Hann bað hinsvegar dómstóla um að fella málið niður á þriðjudag. „Þetta voru hrokafull mistök," sagði Penn við fjölmiðla í kjölfarið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau hjónin hætta við skilnað.

Sean sótti um skilnað í desember árið 2007, en hætti síðan við skömmu síðar. Þremur dögum síðar skilaði Robyn inn pappírum. Í apríl 2008 báðu þau síðan um að málið yrði fellt niður þar sem þau vildu gefa sambandi sínu annan sjéns.

Vinir hjónanna segir að Sean Penn hafi viljað enda hjónabandið eftir rifrildi þeirra hjóna en hafi síðan séð að sér.

„Þau elska hvort annað brjálæðislega, en þau rífast líka brjálæðislega," sagði annar við New York Daily News.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.