Ljón á vegi endurreisnar 11. mars 2009 06:00 Sumir héldu að kjör Baracks Obama myndi snúa gæfunni Bandaríkjunum í vil. Þar sem það hefur ekki gerst, þrátt fyrir risavaxnar efnahagsaðgerðir, kynningu á aðgerðaáætlun til að takast á við fasteignavandann og ýmsar ráðagerðar til að koma á efnahagslegum stöðugleika, eru sumir farnir að skella skuldinni á Obama og stjórn hans. @Megin-Ol Idag 8,3p :Obama erfði hins vegar hagkerfi í lausu lofti og hefði ekki getað snúið hlutunum við á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því hann tók við embætti. Á síðustu mánuðum sínum í embætti var líkt og Bush forseti væri lamaður af ótta og ófær um að gera svo til nokkurn skapaðan hlut. Það er því léttir að Bandaríkin hafa loksins fengið forseta sem lætur til skarar skríða og það sem hann hefur þegar gert mun hafa mikil áhrif.Duga ekki tilEn því duga þær aðgerðir ekki til? Efnahagsaðgerðirnar virðast umfangsmiklar – rúmlega tvö prósent af árlegri vergri landsframleiðslu – en þriðjungur þeirra fer í skattalækkanir. Miðað við yfirvofandi skuldahala, ört vaxandi atvinnuleysi (og eitt versta atvinnubótakerfi meðal stærstu iðnríkjanna) og rýrnandi eignaverð, mun almenningur að öllum líkindum nýta skattalækkanir í sparnað.Næstum helmingur efnahagsaðgerðanna setur samdráttaráhrif skattalækkananna á ríkisvísu einfaldlega úr skorðum. Öll ríki Bandaríkjanna verða að stefna að stöðugleika í fjárlögum. Talið var að heildarhalli allra ríkjanna myndi nema um 150 milljörðum dollara fyrir nokkrum mánuðum síðan; þær tölur hljóta nú að vera orðnar hærri – Kalifornía ein og sér stendur til dæmis frammi fyrir 40 milljarða dollara hallarekstri.Sparnaður heimila hefur loksins aukist, sem er gott fyrir bókhald heimilanna til lengri tíma litið, en vont fyrir hagvöxtinn. Um leið hafa fjárfestingar og útflutningur snarminnkað. Hinn sjálfvirki jafnvægisbúnaður Bandaríkjanna – framsækni skattakerfisins, styrkur velferðarkerfisins – hefur laskast mjög, en mun sjá efnahagslífinu fyrir einhverri örvun, þar sem búist er við að fjárlagahallinn snarhækki upp í tíu prósent af vergri landsframleiðslu. Í stuttu máli munu efnahagsaðgerðirnar efla bandarískan efnahag, en líklega ekki nóg til að knýja fram kröftuga uppsveiflu. Það eru slæm tíðindi fyrir umheiminn líka, þar sem endurreisn á heimsvísu er háð kraftmiklu efnahagslífi í Bandaríkjunum.Dýrmætar lexíurHin raunverulegu mistök í endurreisnaráætlun Obama eru hins vegar ekki fólgin í efnahagsaðgerðunum sem slíkum heldur í tilraununum til að endurlífga fjármálamarkaðina. Ríki um allan heim sem glíma við bankakreppu geta lært dýrmæta lexíu af mistökunum sem Bandaríkin hafa gert:- Seinkun á endurhönnun og uppbyggingu bankakerfisins er dýrkeypt, bæði hvað endanlegan kostnað við björgunaraðgerðirnar snertir sem og skaðann sem hagkerfið bíður í millitíðinni.- Stjórnvöld eru treg til að viðurkenna hvað vandamálið kemur til með að kosta í raun og veru. Þau gefa því bankakerfinu nóg til að tóra en ekki nóg til að endurheimta fyrri styrk.- Tiltrú og traust eru mikilvæg en verða að hvíla á öruggum stoðum. Ekki má marka stefnu á grundvelli ósanninda á borð við þau að lánastarfsemin sem stunduð var hafi verið góð og gild og að viðskiptavit forystusauðanna í fjármálageiranum fái uppreisn æru um leið og traustið hefur verið endurheimt.- Það má gera ráð fyrir að bankamenn skari eld að eigin köku ef hvatarnir eru fyrir hendi. Óhófleg áhættusækni var keyrð áfram af annarlegum hvötum. Bankar sem eru á barmi gjaldþrots en of stórir til að riða til falls eru líklegir til að taka enn meiri áhættu. Vitandi að stjórnvöld hreinsa til eftir þá, ef til þess kemur, fresta þeir að greiða úr flækjum fasteignalána en borga þess í stað hver öðrum milljarða í kaupauka og arðgreiðslur.- Að velta skuldum yfir á almenning meðan gróðinn er einkavæddur er mun uggvænlegra en að þjóðnýta banka. Skattgreiðendur í Bandaríkjunum bera sífellt minna úr býtum. Fyrir hvern dollara sem ríkið lagði fram í fyrstu fjármagnsinnspýtingunni fékkst 0,67 dollara virði í eignum (þótt eignirnar væru ábyggilega of hátt metnar og féllu fljótlega í verði). En í undanförnum innspýtingum er talið að virði hvers dollara í eignum sé 0,25 dollarar eða minna. Óhagstæðir skilmálar eru ávísun á háar skuldir þjóðarbúsins í framtíðinni. Ein ástæðan fyrir því hvers vegna skilmálarnir eru svona slæmir er ef til vill sú að ellegar ætti almenningur nú ráðandi hlut í að minnsta kosti einum af stóru bönkunum.- Ekki rugla bankamönnum og hluthöfum saman við það að bjarga bönkum. Bandaríkin hefðu getað bjargað bönkunum en látið hluthafana gossa fyrir mun minna fé en þau hafa þurft að eyða.- Molahagfræðin ber yfirleitt ekki árangur. Að dæla peningum í banka hefur ekki hjálpað fasteignaeigendum: nauðungaruppboðum fjölgar enn. Að láta AIG riða til falls hefði ef til vill komið illa við nokkrar mikilvægar stofnanir, en það hefði verið auðveldara að fást við það en að leggja 150 milljarða dollara undir og vona að hluti þess nýtist þar sem þess er þörf.- Skortur á gagnsæi kom fjármálakerfi Bandaríkjanna í klípu. Skortur á gagnsæi mun ekki leysa vandann. Obama-stjórnin lofar að taka á sig tap til að hvetja vogunarsjóði og aðra einkaaðila til að kaupa „slæmu“ eignir bankanna. En það leiðir ekki til myndunar á „markaðsverði“, eins og ríkisstjórnin heldur fram. Ef stjórnvöld sitja uppi með tapið er verðið bjagað. Bankar hafa þegar tapað fé og ágóði þeirra verður nú á kostnað skattgreiðenda. Að blanda vogunarsjóðum í slaginn sem þriðja aðila mun aðeins auka kostnaðinn.- Betra er að horfa fram á við en til baka, einblína á að takmarka áhættuna við nýjar lánveitingar og tryggja að sjóðir komi lánastarfsemi í eðlilegt horf. Sem dæmi má nefna að 700 milljarða dollara lán til nýs banka með skuldsetningarhlutfallið tíu á móti einum, gæti fjármagnað ný lán að andvirði sjö billjóna dollara.Dagar gullgerðarinnar á endaSá tími er vonandi á enda þegar menn trúðu að það væri hægt að búa eitthvað til úr engu. Skammsýn viðbrögð stjórnmálamanna – sem vilja komast upp með að leggja fram nógu lága fjárhæð til að þóknast skattgreiðendum en nógu háa til að þóknast bönkunum –framlengja aðeins vandann. Ógöngurnar dýpka. Meiri peninga er þörf en Bandaríkjamönnum hugnast lítt að reiða þá fram – allra síst á þeim kjörum sem hafa verið undanfarið. Peningabrunnurinn er að þorna upp. Það sama gæti orðið um bjartsýnina og vonina, sem Bandaríkjamenn eru annálaðir fyrir. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Millifyrirsagnir eru Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Sjá meira
Sumir héldu að kjör Baracks Obama myndi snúa gæfunni Bandaríkjunum í vil. Þar sem það hefur ekki gerst, þrátt fyrir risavaxnar efnahagsaðgerðir, kynningu á aðgerðaáætlun til að takast á við fasteignavandann og ýmsar ráðagerðar til að koma á efnahagslegum stöðugleika, eru sumir farnir að skella skuldinni á Obama og stjórn hans. @Megin-Ol Idag 8,3p :Obama erfði hins vegar hagkerfi í lausu lofti og hefði ekki getað snúið hlutunum við á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því hann tók við embætti. Á síðustu mánuðum sínum í embætti var líkt og Bush forseti væri lamaður af ótta og ófær um að gera svo til nokkurn skapaðan hlut. Það er því léttir að Bandaríkin hafa loksins fengið forseta sem lætur til skarar skríða og það sem hann hefur þegar gert mun hafa mikil áhrif.Duga ekki tilEn því duga þær aðgerðir ekki til? Efnahagsaðgerðirnar virðast umfangsmiklar – rúmlega tvö prósent af árlegri vergri landsframleiðslu – en þriðjungur þeirra fer í skattalækkanir. Miðað við yfirvofandi skuldahala, ört vaxandi atvinnuleysi (og eitt versta atvinnubótakerfi meðal stærstu iðnríkjanna) og rýrnandi eignaverð, mun almenningur að öllum líkindum nýta skattalækkanir í sparnað.Næstum helmingur efnahagsaðgerðanna setur samdráttaráhrif skattalækkananna á ríkisvísu einfaldlega úr skorðum. Öll ríki Bandaríkjanna verða að stefna að stöðugleika í fjárlögum. Talið var að heildarhalli allra ríkjanna myndi nema um 150 milljörðum dollara fyrir nokkrum mánuðum síðan; þær tölur hljóta nú að vera orðnar hærri – Kalifornía ein og sér stendur til dæmis frammi fyrir 40 milljarða dollara hallarekstri.Sparnaður heimila hefur loksins aukist, sem er gott fyrir bókhald heimilanna til lengri tíma litið, en vont fyrir hagvöxtinn. Um leið hafa fjárfestingar og útflutningur snarminnkað. Hinn sjálfvirki jafnvægisbúnaður Bandaríkjanna – framsækni skattakerfisins, styrkur velferðarkerfisins – hefur laskast mjög, en mun sjá efnahagslífinu fyrir einhverri örvun, þar sem búist er við að fjárlagahallinn snarhækki upp í tíu prósent af vergri landsframleiðslu. Í stuttu máli munu efnahagsaðgerðirnar efla bandarískan efnahag, en líklega ekki nóg til að knýja fram kröftuga uppsveiflu. Það eru slæm tíðindi fyrir umheiminn líka, þar sem endurreisn á heimsvísu er háð kraftmiklu efnahagslífi í Bandaríkjunum.Dýrmætar lexíurHin raunverulegu mistök í endurreisnaráætlun Obama eru hins vegar ekki fólgin í efnahagsaðgerðunum sem slíkum heldur í tilraununum til að endurlífga fjármálamarkaðina. Ríki um allan heim sem glíma við bankakreppu geta lært dýrmæta lexíu af mistökunum sem Bandaríkin hafa gert:- Seinkun á endurhönnun og uppbyggingu bankakerfisins er dýrkeypt, bæði hvað endanlegan kostnað við björgunaraðgerðirnar snertir sem og skaðann sem hagkerfið bíður í millitíðinni.- Stjórnvöld eru treg til að viðurkenna hvað vandamálið kemur til með að kosta í raun og veru. Þau gefa því bankakerfinu nóg til að tóra en ekki nóg til að endurheimta fyrri styrk.- Tiltrú og traust eru mikilvæg en verða að hvíla á öruggum stoðum. Ekki má marka stefnu á grundvelli ósanninda á borð við þau að lánastarfsemin sem stunduð var hafi verið góð og gild og að viðskiptavit forystusauðanna í fjármálageiranum fái uppreisn æru um leið og traustið hefur verið endurheimt.- Það má gera ráð fyrir að bankamenn skari eld að eigin köku ef hvatarnir eru fyrir hendi. Óhófleg áhættusækni var keyrð áfram af annarlegum hvötum. Bankar sem eru á barmi gjaldþrots en of stórir til að riða til falls eru líklegir til að taka enn meiri áhættu. Vitandi að stjórnvöld hreinsa til eftir þá, ef til þess kemur, fresta þeir að greiða úr flækjum fasteignalána en borga þess í stað hver öðrum milljarða í kaupauka og arðgreiðslur.- Að velta skuldum yfir á almenning meðan gróðinn er einkavæddur er mun uggvænlegra en að þjóðnýta banka. Skattgreiðendur í Bandaríkjunum bera sífellt minna úr býtum. Fyrir hvern dollara sem ríkið lagði fram í fyrstu fjármagnsinnspýtingunni fékkst 0,67 dollara virði í eignum (þótt eignirnar væru ábyggilega of hátt metnar og féllu fljótlega í verði). En í undanförnum innspýtingum er talið að virði hvers dollara í eignum sé 0,25 dollarar eða minna. Óhagstæðir skilmálar eru ávísun á háar skuldir þjóðarbúsins í framtíðinni. Ein ástæðan fyrir því hvers vegna skilmálarnir eru svona slæmir er ef til vill sú að ellegar ætti almenningur nú ráðandi hlut í að minnsta kosti einum af stóru bönkunum.- Ekki rugla bankamönnum og hluthöfum saman við það að bjarga bönkum. Bandaríkin hefðu getað bjargað bönkunum en látið hluthafana gossa fyrir mun minna fé en þau hafa þurft að eyða.- Molahagfræðin ber yfirleitt ekki árangur. Að dæla peningum í banka hefur ekki hjálpað fasteignaeigendum: nauðungaruppboðum fjölgar enn. Að láta AIG riða til falls hefði ef til vill komið illa við nokkrar mikilvægar stofnanir, en það hefði verið auðveldara að fást við það en að leggja 150 milljarða dollara undir og vona að hluti þess nýtist þar sem þess er þörf.- Skortur á gagnsæi kom fjármálakerfi Bandaríkjanna í klípu. Skortur á gagnsæi mun ekki leysa vandann. Obama-stjórnin lofar að taka á sig tap til að hvetja vogunarsjóði og aðra einkaaðila til að kaupa „slæmu“ eignir bankanna. En það leiðir ekki til myndunar á „markaðsverði“, eins og ríkisstjórnin heldur fram. Ef stjórnvöld sitja uppi með tapið er verðið bjagað. Bankar hafa þegar tapað fé og ágóði þeirra verður nú á kostnað skattgreiðenda. Að blanda vogunarsjóðum í slaginn sem þriðja aðila mun aðeins auka kostnaðinn.- Betra er að horfa fram á við en til baka, einblína á að takmarka áhættuna við nýjar lánveitingar og tryggja að sjóðir komi lánastarfsemi í eðlilegt horf. Sem dæmi má nefna að 700 milljarða dollara lán til nýs banka með skuldsetningarhlutfallið tíu á móti einum, gæti fjármagnað ný lán að andvirði sjö billjóna dollara.Dagar gullgerðarinnar á endaSá tími er vonandi á enda þegar menn trúðu að það væri hægt að búa eitthvað til úr engu. Skammsýn viðbrögð stjórnmálamanna – sem vilja komast upp með að leggja fram nógu lága fjárhæð til að þóknast skattgreiðendum en nógu háa til að þóknast bönkunum –framlengja aðeins vandann. Ógöngurnar dýpka. Meiri peninga er þörf en Bandaríkjamönnum hugnast lítt að reiða þá fram – allra síst á þeim kjörum sem hafa verið undanfarið. Peningabrunnurinn er að þorna upp. Það sama gæti orðið um bjartsýnina og vonina, sem Bandaríkjamenn eru annálaðir fyrir. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Millifyrirsagnir eru Fréttablaðsins.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun