Innlent

Icesave mögulega úr nefnd í kvöld - breskir lögmenn skila áliti

Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar verður hugsanlega afgreitt út úr fjárlaganefnd á fundi hennar í kvöld. Málið hefur þegar verið afgreitt út úr efnahags- og viðskiptanefnd. Samkomulag er um að frumvarpið komti til þriðju umræðu á Alþingi á mánudag í næstu viku og þá fari fram atkvæðagreiðsla um málið.

Í áliti breskrar lögfræðistofu, Mischon de Reya, sem fjárlaganefnd óskaði eftir, segir að afgreiði Alþingi ekki málið og dómsmálaleiðin verði farin, gæti niðurstaðan orðin meira íþyngjandi fyrir Ísland en samkomulagið geri ráð fyrir. Ísland gæti verið krafið um að greiða allar Icesave skuldbindingarnar án tafar.

Hins vegar er samkomulagið hvorki skýrt né rétlátt að mati lögfræðinganna sem einnig benda á að vextir á lánunum virðist of háir.

Álit stofunnar má sjá í heild sinni í viðhengi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×