Hefur stjórnarskráin brugðist? Skúli Magnússon skrifar 25. febrúar 2009 06:00 Í einu af grundvallarritum síðari tíma lögfræði, The Province of Jurisprudence Determined (1832), taldi höfundurinn, John Austin, að stjórnlög væru í raun réttri ekki eiginleg lög, enda væru afleiðingar brots gegn þeim aðeins pólítískar og siðferðilegar. Hvað sem segja má um kenningu Austins, varpar hún ljósi á mikilvægt einkenni stjórnlaga: Þeim verður ekki framfylgt og virðing við þau tryggð með sama (einfalda hætti) og almenn lög. Ástæðan er sú að í stjórnlögum er einmitt kveðið á um stofnun og skipan þess samfélagsvalds sem stendur að baki hvers kyns lagareglum samfélagsins og tryggir framkvæmd þeirra. Í þessu felst raunar einnig það meginviðfangsefni stjórnlaga að beisla þetta vald og koma í veg fyrir misbeitingu þess. Hollusta við grunngildinEn hvað koma okkur við pælingar réttarheimspekinga um eðli stjórnlaga? Jú, greining fræðimanna á stjórnlögum, svo og (hin tiltölulega stutta) saga ritaðra stjórnarskráa, hnígur öll að sömu niðurstöðu: Orð og texti stjórnarskráa eru til lítils ef ekki er fyrir hendi hollusta við grunngildi stjórnskipunarinnar, þ.e. stjórnmálasiðmenning þar sem skilningur ríkir á því að hver stofnun þarf að virða sín stjórnskipulegu mörk. Í ljósi glaðbeittra yfirlýsinga undanfarið um meinbugi á íslensku stjórnarskránni og að sjálfsagt sé að huga að grundvallarbreytingum, t.d. varðandi þingræði og hlutverk forsetans, á vettvangi stjórnlagaþings er óhjákvæmilegt að spyrja hversu hollir Íslendingar hafa verið núgildandi stjórnarskrá. Hugleiðum eftirfarandi dæmi:Orðalag 26. gr. stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forsetans er skýrt og í stjórnskipulegu samhengi gegnir ákvæðið þýðingarmiklu hlutverki við dreifingu valdsins - forsetinn er eina stofnunin sem getur gripið (lagalega) inn í lagasetningarferli þingsins og þannig veitt „ráðherraræðinu" aðhald. Sömuleiðis fer tilefni ákvæðisins ekki á milli mála (þ.e. afnám konungsveldis og stofnun lýðveldis) og tiltæk lögskýringagögn (athugasemdir við frumvarp og umræður) styðja ótvírætt orðalagið. Allt þetta kom þó ekki í veg fyrir, þegar reyndi á ákvæðið fyrir alvöru, í svokölluðu fjölmiðlamáli árið 2004, að lá við stjórnskipulegri kreppu vegna réttaróvissu um raunveruleg völd forsetans. Þótt þeim, sem vildu valdreifingu og hlut forseta lýðveldisins í stjórnskipuninni sem minnstan, hafi ekki tekist ætlunarverk sitt, höfðu þeir þó það upp úr krafsinu að flestir telja nú að vafi ríki um túlkun 26. gr. stjórnarskrár, skýra þurfi hlutverk forsetans að þessu leyti eða þá fella það niður. Sú rödd heyrist hins vegar hvergi að sýna mætti ákvæðinu og rökum þess hollustu, m.a. með þeim hætti að setja almenn lög því til skýringar og framkvæmdar.Stjórnskipuleg óvissuferðEr það sanngjörn niðurstaða að stjórnarskráin hafi brugðist íslensku samfélagi í meginatriðum og það hljóti að vera óhjákvæmilegur þáttur í viðreisn Íslands að byrja hér upp á nýtt? Eða hefur okkur hugsanlega mistekist að sýna núgildandi stjórnarskrá nægilega hollustu og ræktarsemi? Hér verður því haldið fram að án skilnings og trúnaðar við grunngildi stjórnskipunarinnar sé hætt við að ný stjórnarskrá fögur ásýndar verði létt á metunum og þegar frá líði geti sótt í gamalt far. Yfirvegaðar breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar eru af hinu góða og það eru vissulega atriði í íslenskri stjórnskipun sem þarf að koma til betri vegar. Öðru máli gegnir um stjórnskipulega óvissuferð á umbrotatímum sem kann að lykta með því að stjórnarskránni verði í heild sinni varpað fyrir róða með ófyrirséðum afleiðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í einu af grundvallarritum síðari tíma lögfræði, The Province of Jurisprudence Determined (1832), taldi höfundurinn, John Austin, að stjórnlög væru í raun réttri ekki eiginleg lög, enda væru afleiðingar brots gegn þeim aðeins pólítískar og siðferðilegar. Hvað sem segja má um kenningu Austins, varpar hún ljósi á mikilvægt einkenni stjórnlaga: Þeim verður ekki framfylgt og virðing við þau tryggð með sama (einfalda hætti) og almenn lög. Ástæðan er sú að í stjórnlögum er einmitt kveðið á um stofnun og skipan þess samfélagsvalds sem stendur að baki hvers kyns lagareglum samfélagsins og tryggir framkvæmd þeirra. Í þessu felst raunar einnig það meginviðfangsefni stjórnlaga að beisla þetta vald og koma í veg fyrir misbeitingu þess. Hollusta við grunngildinEn hvað koma okkur við pælingar réttarheimspekinga um eðli stjórnlaga? Jú, greining fræðimanna á stjórnlögum, svo og (hin tiltölulega stutta) saga ritaðra stjórnarskráa, hnígur öll að sömu niðurstöðu: Orð og texti stjórnarskráa eru til lítils ef ekki er fyrir hendi hollusta við grunngildi stjórnskipunarinnar, þ.e. stjórnmálasiðmenning þar sem skilningur ríkir á því að hver stofnun þarf að virða sín stjórnskipulegu mörk. Í ljósi glaðbeittra yfirlýsinga undanfarið um meinbugi á íslensku stjórnarskránni og að sjálfsagt sé að huga að grundvallarbreytingum, t.d. varðandi þingræði og hlutverk forsetans, á vettvangi stjórnlagaþings er óhjákvæmilegt að spyrja hversu hollir Íslendingar hafa verið núgildandi stjórnarskrá. Hugleiðum eftirfarandi dæmi:Orðalag 26. gr. stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forsetans er skýrt og í stjórnskipulegu samhengi gegnir ákvæðið þýðingarmiklu hlutverki við dreifingu valdsins - forsetinn er eina stofnunin sem getur gripið (lagalega) inn í lagasetningarferli þingsins og þannig veitt „ráðherraræðinu" aðhald. Sömuleiðis fer tilefni ákvæðisins ekki á milli mála (þ.e. afnám konungsveldis og stofnun lýðveldis) og tiltæk lögskýringagögn (athugasemdir við frumvarp og umræður) styðja ótvírætt orðalagið. Allt þetta kom þó ekki í veg fyrir, þegar reyndi á ákvæðið fyrir alvöru, í svokölluðu fjölmiðlamáli árið 2004, að lá við stjórnskipulegri kreppu vegna réttaróvissu um raunveruleg völd forsetans. Þótt þeim, sem vildu valdreifingu og hlut forseta lýðveldisins í stjórnskipuninni sem minnstan, hafi ekki tekist ætlunarverk sitt, höfðu þeir þó það upp úr krafsinu að flestir telja nú að vafi ríki um túlkun 26. gr. stjórnarskrár, skýra þurfi hlutverk forsetans að þessu leyti eða þá fella það niður. Sú rödd heyrist hins vegar hvergi að sýna mætti ákvæðinu og rökum þess hollustu, m.a. með þeim hætti að setja almenn lög því til skýringar og framkvæmdar.Stjórnskipuleg óvissuferðEr það sanngjörn niðurstaða að stjórnarskráin hafi brugðist íslensku samfélagi í meginatriðum og það hljóti að vera óhjákvæmilegur þáttur í viðreisn Íslands að byrja hér upp á nýtt? Eða hefur okkur hugsanlega mistekist að sýna núgildandi stjórnarskrá nægilega hollustu og ræktarsemi? Hér verður því haldið fram að án skilnings og trúnaðar við grunngildi stjórnskipunarinnar sé hætt við að ný stjórnarskrá fögur ásýndar verði létt á metunum og þegar frá líði geti sótt í gamalt far. Yfirvegaðar breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar eru af hinu góða og það eru vissulega atriði í íslenskri stjórnskipun sem þarf að koma til betri vegar. Öðru máli gegnir um stjórnskipulega óvissuferð á umbrotatímum sem kann að lykta með því að stjórnarskránni verði í heild sinni varpað fyrir róða með ófyrirséðum afleiðingum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar