Erlent

BBC vildi ræða dauðadóma fyrir samkynhneigð

Óli Tynes skrifar

Breskir þingmenn hafa fordæmt breska ríkisútvarpið BBC fyrir að bjóða til umræðu á vefsíðu sinni um hvort rétt sé að leggja dauðarefsingu við samkynhneigð.

Tilefnið er að verið er að semja lög þess efnis í Afríkuríkinu Úganda. Þar vilja menn ekki aðeins dauðarefsingu fyrir samkynhneigð heldur einnig langa fangelsisdóma yfir fjölskyldum og vinum samkynhneigðra sem ljóstri ekki upp um þá.

Eric Joyce þingmaður verkamannaflokksins fordæmir þetta uppátæki og spyr hvort það sé virkilega hlutverk BBC að ljá svo viðbjóðslegum og grimmum lögum trúverðugleika með því að taka þau yfirleitt til umræðu.

Slíka villimennsku eigi aðeins að fordæma, alls ekki taka hana til umræðu eins og hún sé eðlilegur hlutur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×