Orsakir vanda 10. desember 2009 06:00 Rekja má ýmsar orsakir þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Því miður hafa bæði stjórnvöld og almenningur í gegnum tíðina hugsað mest um að fást við afleiðingar vandans í stað þess að athuga orsakirnar. Vinnan og umræður hafa oftar en ekki snúist um aukaatriði í stað aðalatriða. Þegar spurt er um ábyrgð bendir gjarnan hver á annan. Hér verða nokkur veigamikil atriði sem mega teljast helstu orsakavaldar óefnanna. Eftirlit og eftirlitsstofnanirStofnanir eins og Fjármálaeftirlitið, Samkeppniseftirlitið, Neytendastofa og Skattrannsóknarstjóri hafa oft reynst veikburða og máttlitlar og ekki nægilega sjálfstæðar og óháðar, jafnvel háðar pólitísku valdi. Það er með ólíkindum að viðskipti innherja og eigenda í bönkum hafi farið fram hjá Fjármálaeftirlitinu og stjórnvöldum. Þegar mál hafa svo verið tekin fyrir hefur rekstur þeirra tekið allt of langan tíma. Ágætar stofnanir eins og Samkeppniseftirlitið hafa tæpast nægan mannafla til að vinna í stærstu málunum. Af þeim sökum er ekki tími til að vinna fljótt og skilvirkt í ýmsum umfangsminni málum, sem þó eru mikilvæg til að stuðla að heilbrigðu viðskiptaumhverfi. Niðurskurður fjármagns til þessarar stofnunar er því ekki góðar fréttir. Dæmi um óheilbrigði viðskiptaumhverfisins í áranna rás er hve ótrúlega auðvelt það hefur verið fyrir fyrirtæki að skipta um rekstrarfélög og kennitölur og þannig sleppa við skuldir, sem þannig falla oft á skattgreiðendur. Þessir viðskiptaósiðir eiga að mínu áliti stóran þátt í þeim vanda sem þjóðfélagið stendur nú frammi fyrir. Óhætt er að fullyrða að fjöldi aðila hafi tekið þátt í viðskiptalífinu án þess að eiga þangað erindi. Mannauður og mannvalÍ hverju þjóðfélagi skiptir miklu að ráðið sé í stöður eftir hæfni einstaklinga s.s. menntun og reynslu, en ekki eftir öðrum, óskyldum viðmiðum. Mér er minnistætt að í brúðkaupsveislu á Indlandi snemma á árinu var ég spurður af þarlendum manni hvort það væri rétt sem hann hefði lesið að fjármálaráðherra Íslands væri dýralæknir? Það fannst honum merkileg frétt að ekki skyldi í það starf veljast maður með menntun á sviði fjármála og hagfræði. Í sömu stjórn var viðskiptaráðherra sagnfræðingur. Þeir sem hafa stjórnað ráðuneytum, bönkum og eftirlitsstofnunum hér á landi hafa oft ekki haft viðeigandi bakgrunn. Hið sama má líklega segja um fréttamenn sem reynt hafa að kryfja flókin viðskiptamál, að þá hafi vantað þá þekkingu sem til þurfti. Eign og áhrif hagsmunaaðila og gerenda á sömu miðlum hafa bersýnilega haft mjög skaðleg áhrif á alla umræðu. Menntun og fjármálalæsiÁ tímum uppsveiflunnar var almenningur ótrúlega auðvelt fórnarlamb bankanna þegar kom að óskynsamlegum lántökum. Auglýsingar bankanna voru oft villandi og þar má nefna margar auglýsingar um erlend lán árið 2007. Það er brýnt að grunnþekking fjármála sé hluti af námi bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Því miður ruglar margt fólk saman ýmsum hugtökum eins og t.d. nafnvöxtum og raunvöxtum. Í kjölfar auglýsinga og oft of mikillar efnishyggju hefur fólk svo tekið lán á fáránlegum kjörum. Kosningaslagorð Framsóknarflokksins á sínum tíma um 90% lán, hjá þjóð sem lengi hefur búið við vaxtaokur, eru einnig einn af orsakavöldum hér. VinnaLandsmenn voru lengi vel aldir upp við þann sannleik að Íslendingar væru svo ríkir, jafnvel sjötta ríkasta þjóð í heimi. Þá var ekki kafað bak við tölurnar og rýnt í skýringarnar sem eru meðal annars lengri vinnuvika en í flestum Evrópulöndum og atvinnuþátttakan er mest af löndum OECD. Þá er hlutfall kvenna á vinnumarkaði hátt og atvinnuþátttaka eldra fólks. Börn byrja fyrr að vinna hérlendis en í samanburðarlöndum og allmörg börn vinna með skóla, í fríum og svo framvegis. Þetta skýrir að miklu leyti ríkan hagvöxt undanfarin ár. Mikil vinna hefur því borið uppi lífskjörin, og til marks um það þjóðarþel má nefna orð eins og þrælduglegur, sem mér vitandi finnst ekki í tungumálum annarra þjóða. Önnur „þrælaorð" eru þrælskemmtilegur, þrælfyndinn og þrælgott. Ég vona svo sannarlega að þegar upp verður staðið verði hinn venjulegi launaþræll ekki einn um að taka ábyrgð sinna fjárhagslegu gjörða, heldur falli sú ábyrgð einnig á stjórnendur og eigendur banka og annarra fjármálafyrirtækja og stjórnmálamenn.Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Rekja má ýmsar orsakir þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Því miður hafa bæði stjórnvöld og almenningur í gegnum tíðina hugsað mest um að fást við afleiðingar vandans í stað þess að athuga orsakirnar. Vinnan og umræður hafa oftar en ekki snúist um aukaatriði í stað aðalatriða. Þegar spurt er um ábyrgð bendir gjarnan hver á annan. Hér verða nokkur veigamikil atriði sem mega teljast helstu orsakavaldar óefnanna. Eftirlit og eftirlitsstofnanirStofnanir eins og Fjármálaeftirlitið, Samkeppniseftirlitið, Neytendastofa og Skattrannsóknarstjóri hafa oft reynst veikburða og máttlitlar og ekki nægilega sjálfstæðar og óháðar, jafnvel háðar pólitísku valdi. Það er með ólíkindum að viðskipti innherja og eigenda í bönkum hafi farið fram hjá Fjármálaeftirlitinu og stjórnvöldum. Þegar mál hafa svo verið tekin fyrir hefur rekstur þeirra tekið allt of langan tíma. Ágætar stofnanir eins og Samkeppniseftirlitið hafa tæpast nægan mannafla til að vinna í stærstu málunum. Af þeim sökum er ekki tími til að vinna fljótt og skilvirkt í ýmsum umfangsminni málum, sem þó eru mikilvæg til að stuðla að heilbrigðu viðskiptaumhverfi. Niðurskurður fjármagns til þessarar stofnunar er því ekki góðar fréttir. Dæmi um óheilbrigði viðskiptaumhverfisins í áranna rás er hve ótrúlega auðvelt það hefur verið fyrir fyrirtæki að skipta um rekstrarfélög og kennitölur og þannig sleppa við skuldir, sem þannig falla oft á skattgreiðendur. Þessir viðskiptaósiðir eiga að mínu áliti stóran þátt í þeim vanda sem þjóðfélagið stendur nú frammi fyrir. Óhætt er að fullyrða að fjöldi aðila hafi tekið þátt í viðskiptalífinu án þess að eiga þangað erindi. Mannauður og mannvalÍ hverju þjóðfélagi skiptir miklu að ráðið sé í stöður eftir hæfni einstaklinga s.s. menntun og reynslu, en ekki eftir öðrum, óskyldum viðmiðum. Mér er minnistætt að í brúðkaupsveislu á Indlandi snemma á árinu var ég spurður af þarlendum manni hvort það væri rétt sem hann hefði lesið að fjármálaráðherra Íslands væri dýralæknir? Það fannst honum merkileg frétt að ekki skyldi í það starf veljast maður með menntun á sviði fjármála og hagfræði. Í sömu stjórn var viðskiptaráðherra sagnfræðingur. Þeir sem hafa stjórnað ráðuneytum, bönkum og eftirlitsstofnunum hér á landi hafa oft ekki haft viðeigandi bakgrunn. Hið sama má líklega segja um fréttamenn sem reynt hafa að kryfja flókin viðskiptamál, að þá hafi vantað þá þekkingu sem til þurfti. Eign og áhrif hagsmunaaðila og gerenda á sömu miðlum hafa bersýnilega haft mjög skaðleg áhrif á alla umræðu. Menntun og fjármálalæsiÁ tímum uppsveiflunnar var almenningur ótrúlega auðvelt fórnarlamb bankanna þegar kom að óskynsamlegum lántökum. Auglýsingar bankanna voru oft villandi og þar má nefna margar auglýsingar um erlend lán árið 2007. Það er brýnt að grunnþekking fjármála sé hluti af námi bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Því miður ruglar margt fólk saman ýmsum hugtökum eins og t.d. nafnvöxtum og raunvöxtum. Í kjölfar auglýsinga og oft of mikillar efnishyggju hefur fólk svo tekið lán á fáránlegum kjörum. Kosningaslagorð Framsóknarflokksins á sínum tíma um 90% lán, hjá þjóð sem lengi hefur búið við vaxtaokur, eru einnig einn af orsakavöldum hér. VinnaLandsmenn voru lengi vel aldir upp við þann sannleik að Íslendingar væru svo ríkir, jafnvel sjötta ríkasta þjóð í heimi. Þá var ekki kafað bak við tölurnar og rýnt í skýringarnar sem eru meðal annars lengri vinnuvika en í flestum Evrópulöndum og atvinnuþátttakan er mest af löndum OECD. Þá er hlutfall kvenna á vinnumarkaði hátt og atvinnuþátttaka eldra fólks. Börn byrja fyrr að vinna hérlendis en í samanburðarlöndum og allmörg börn vinna með skóla, í fríum og svo framvegis. Þetta skýrir að miklu leyti ríkan hagvöxt undanfarin ár. Mikil vinna hefur því borið uppi lífskjörin, og til marks um það þjóðarþel má nefna orð eins og þrælduglegur, sem mér vitandi finnst ekki í tungumálum annarra þjóða. Önnur „þrælaorð" eru þrælskemmtilegur, þrælfyndinn og þrælgott. Ég vona svo sannarlega að þegar upp verður staðið verði hinn venjulegi launaþræll ekki einn um að taka ábyrgð sinna fjárhagslegu gjörða, heldur falli sú ábyrgð einnig á stjórnendur og eigendur banka og annarra fjármálafyrirtækja og stjórnmálamenn.Höfundur er framkvæmdastjóri.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun