Lífið

Stefán Karl kemur heim til Búðardals

Stefán Karl leikur verkfræðinginn Lárus Skjaldarson sem breytir um umhverfi og flyst til Búðardals.
Stefán Karl leikur verkfræðinginn Lárus Skjaldarson sem breytir um umhverfi og flyst til Búðardals.

„Þetta er fyrsta aðalhlutverkið mitt í íslenskri bíómynd og þótt víðar væri leitað,“ segir Stefán Karl Stefánsson, stórleikari í Los Angeles. Hann leikur aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar, sem fer í tökur í sumar. Stefán leikur þar áðurnefndan Lárus, borgarbarn með allt niðrum sig. Hann ákveður að breyta um umhverfi, flytjast vestur og taka að sér uppbyggingu Sláturhússins í Búðardal. „Mér líst bara ljómandi vel á þetta, ég verð á landinu í sumar við að kynna plötuna mína þannig að þetta hentaði mér bara mjög vel,“ segir Stefán. Annars ganga upptökur á plötunni ganga vel, meira að segja fyrrum trommuleikari Dobbie Brothers og Neil Diamond hefur lamið húðirnar í sumum lögunum en hún kemur út þann 23.júní.

En aftur að myndinni. Stefán hreifst af handritinu sem hann fékk í hendurnar og lýsir myndinni sem klassískri, íslenskri mynd. Tökuliðið verður í Búðardal í tuttugu daga en meðal annarra leikara Laxdælu má nefna Eggert Þorleifsson og Ágústu Evu Erlendsdóttur.

Annars varð leikarinn fyrir miklu áfalli nýverið því golfsettinu hans var stolið úr bílskúrnum hans. Stefán er annaláður kylfingur með golfbakteríu á hæsta stigi og því var þjófnaðurinn honum mikill harmur. „Nágranni minn er fyrrum FBI-fulltrúi og hann fór strax að rannsaka málið, honum fannst fyndið að einhver skyldi stela golfsettinu mínu með laganna vörð í götunni,“ segir Stefán sem hefur því ekkert getað stundað golfið það sem af er sumri. „Ég fór meira að segja upp á golfvöll og spurði hvort það væri einhver möguleiki á að ég hefði gleymt golfsettinu, það var bara hlegið að mér.“- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.