Augu Hollywood til Íslands 25. maí 2009 03:30 Spenntur Einar Tómasson segir þessa ferð vera eitt umfangsmesta markaðssetningarverkefni sem Film in Iceland hafi ráðist í. Sex tökustjórar frá Hollywood eru væntanlegir til landsins á mánudaginn og munu þeir ferðast um landið og sjá allt það besta sem náttúra Íslands hefur upp á að bjóða. Fréttablaðið/Stefán Sex af fremstu tökustjórum Hollywood eru væntanlegir til landsins í dag og hyggjast skoða náttúru Íslands í fylgd íslenskra framleiðslufyrirtækja. Tökustjórar (e. location managers) eru hálfgerð augu Hollywood en þeirra hlutverk er að finna heppilegustu tökustaðina fyrir stórmyndir frá kvikmyndaborginni. Hvorki nöfnin né andlitin á þessum aðilum sem hafa boðað komu sína hingað eru heimsfræg. Þetta eru engu að síður mennirnir sem ráða ansi miklu um hvar kvikmyndir eru teknar og vinna mikilvæg störf á bakvið tjöldin. Má þar meðal annars nefna Kokayi Ampah sem hefur verið Clint Eastwood innan handar að undanförnu og rakst meðal annars á svartar strendur Sandvíkur fyrir Flags of Our Fathers. William Bowling kemur einnig til landsins en hann sá um að finna tökustaði fyrir kvikmyndir á borð við Saving Private Ryan, The Horse Whisperer og The Fisher King. Þá má einnig nefna Michael J. Burmeister en hann á heiðurinn af tökustöðunum í Terminator Salvation, Transformers og National Treasure. Sem sagt þungavigtarmenn í því starfi sem gæti reynst Íslandi happadrjúgt á komandi árum. Einar Tómasson hjá Film in Iceland segir þetta vera eitt umfangsmesta markaðssetningarverkefni sem fyrirtækið hafi ráðist í. „Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður," útskýrir Einar og telur að þarna liggi mikil sóknarfæri fyrir íslensku fyrirtækin sem starfi innan þessa geira. Á meðan á dvöl hinna erlendu gesta stendur munu þeir ferðast um nágrenni höfuðborgarsvæðisins og svo halda til Hornafjarðar, en svæðið þar um kring hefur verið ansi vinsælt meðal kvikmyndagerðarmanna utan úr heimi. Einar kveðst ákaflega spenntur yfir því hvernig þessi samkunda gangi. „Menn verða að hafa það í huga að þessir náungar eru alltaf að störfum, eru alltaf að leita að heppilegum tökustöðum."freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Sex af fremstu tökustjórum Hollywood eru væntanlegir til landsins í dag og hyggjast skoða náttúru Íslands í fylgd íslenskra framleiðslufyrirtækja. Tökustjórar (e. location managers) eru hálfgerð augu Hollywood en þeirra hlutverk er að finna heppilegustu tökustaðina fyrir stórmyndir frá kvikmyndaborginni. Hvorki nöfnin né andlitin á þessum aðilum sem hafa boðað komu sína hingað eru heimsfræg. Þetta eru engu að síður mennirnir sem ráða ansi miklu um hvar kvikmyndir eru teknar og vinna mikilvæg störf á bakvið tjöldin. Má þar meðal annars nefna Kokayi Ampah sem hefur verið Clint Eastwood innan handar að undanförnu og rakst meðal annars á svartar strendur Sandvíkur fyrir Flags of Our Fathers. William Bowling kemur einnig til landsins en hann sá um að finna tökustaði fyrir kvikmyndir á borð við Saving Private Ryan, The Horse Whisperer og The Fisher King. Þá má einnig nefna Michael J. Burmeister en hann á heiðurinn af tökustöðunum í Terminator Salvation, Transformers og National Treasure. Sem sagt þungavigtarmenn í því starfi sem gæti reynst Íslandi happadrjúgt á komandi árum. Einar Tómasson hjá Film in Iceland segir þetta vera eitt umfangsmesta markaðssetningarverkefni sem fyrirtækið hafi ráðist í. „Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður," útskýrir Einar og telur að þarna liggi mikil sóknarfæri fyrir íslensku fyrirtækin sem starfi innan þessa geira. Á meðan á dvöl hinna erlendu gesta stendur munu þeir ferðast um nágrenni höfuðborgarsvæðisins og svo halda til Hornafjarðar, en svæðið þar um kring hefur verið ansi vinsælt meðal kvikmyndagerðarmanna utan úr heimi. Einar kveðst ákaflega spenntur yfir því hvernig þessi samkunda gangi. „Menn verða að hafa það í huga að þessir náungar eru alltaf að störfum, eru alltaf að leita að heppilegum tökustöðum."freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira