Erlent

Egyptar banna huliðsklæðnað kvenna

Óli Tynes skrifar
Til hægri er stúlka með hijab. Til vinstri eru konur í niqab sem verður bannað í skólum.
Til hægri er stúlka með hijab. Til vinstri eru konur í niqab sem verður bannað í skólum. Mynd/AP

Miklar deilur hafa risið í Egyptalandi eftir að stjórnvöld þar hafa með fulltingi áhrifamikils kennimanns ákveðið að banna flíkina niqab í skólum og í nokkrum starfsgreinum.

Niqab er skósíð flík með slæðu yfir höfuð og blæju þannig að ekkert sést af konunni nema augun. Á meðfylgjandi mynd má sjá unga stúlku í hijab sem er öllu frjálslegri klæðnaður.

Hún er með slæðu sem hylur hárið en að öðru leiti er hún sportlega klædd og ekki með neina blæju. Rétt hjá henni eru konur klæddar í niqab, huldar frá toppi til táar nema augun.

Múslimar hafa brugðist reiðir við takmörkunum sem settar hafa verið á klæðnað kvenna þeirra sumsstaðar á Vesturlöndum.

Nicolas Zarkozy forseti Frakklands sagði til dæmis um búrkann að hann kærði sig ekki um gangandi fangelsi þar í landi.

Aröbum þykir hart að stærsta og fjölmennasta arabaríkið skuli taka undir þetta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×