Enski boltinn

Kaka fyrir Ronaldo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kaka fagnar marki í leik með AC Milan.
Kaka fagnar marki í leik með AC Milan. Nordic Photos / AFP
Enska götublaðið News of the World heldur því fram í dag að Manchester United muni selja Cristiano Ronaldo til Real Madrid og kaupa í staðinn Brasilíumanninn Kaka frá AC Milan.

Blaðið segir einnig að félagið muni reyna að lokka Franck Ribery einnig til félagsins og þá er því sömuleiðis haldið fram að það sé frágengið að Antonio Valencia komi til United í sumar frá Wigan. Frazier Campbell, sem er nú í láni hjá Tottenham, verði settur upp í kaupin.

Ronaldo hefur lengi verið orðaður við Real Madrid og er fullyrt að hann muni fara formlega fram á að verða seldur frá United nú í sumar.

Talið er líklegt að United muni ekki selja Ronaldo á minna en 70 milljónir punda enda er Ronaldo ekki nema 24 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×