Atvinnulífið I: Vélin sem knýr stóriðjustefnuna 1. desember 2009 06:00 Dofri Hermannsson skrifar um atvinnumál Allir vita að fjölbreytt atvinnulíf er sveigjanlegra og samkeppnishæfara en einhæft og að fjölga þarf undirstöðum atvinnulífsins. Þó þetta hafi lengi verið vitað er stutt síðan stjórnvöld fóru markvisst að bæta hag hátækni- og sprotafyrirtækja, ferðaþjónustu, skapandi iðnaðar og annarra fyrirtækja þar sem flest störf skapast og einstaklingar geta hafið rekstur án mikils stofnkostnaðar. Þvert á heildarhagsmuni atvinnulífsins hafa stjórnvöld lagt ofuráherslu á einn atvinnuveg umfram aðra, stóriðju. Sú staðreynd að þessi iðnaður skapar einungis lítinn hluta af verðmætaaukningu landsframleiðslunnar og aðeins um 1-2% allra starfa í landinu vekur óneitanlega grun um að stjórnmálamenn hafi frekar verið farþegar í þessari þróun en gerendur þótt þeir hafi oft haft hönd á stýri. Nánar um það síðar. Í leit að þeim sem í raun hafa stýrt þróun mála í atvinnulífi landsmanna undanfarinn áratug berast böndin fyrst að Samtökum atvinnulífsins, öflugum samtökum með um 300 milljónir í iðgjaldatekjur á ári. Innan þeirra samtaka eru Samtök iðnaðarins afar sterk, Samtök verslunar og þjónustu greiða mikið til SA og það gerðu líka Samtök fjármálafyrirtækja hvað sem verður. LÍÚ greiða mun minna til SA en eiga þó fulltrúa í framkvæmdastjórninni á meðan Samtök ferðaþjónustunnar verða að láta sér nægja áheyrnarfulltrúa þrátt fyrir að greiða litlu minna en LÍÚ í sjóði SA. Þetta vekur athygli. Það er eðli samtaka að þrátt fyrir fagra stefnu sem allir geta skrifað undir vega hagsmunir fárra öflugra aðila iðulega þyngra en hagsmunir hinna smærri og mörgu þegar á hólminn er komið. Í þessu má e.t.v. finna skýringuna á að Samtök ferðaþjónustunnar hafa ekki völd í samræmi við gjöld og að þau, ásamt SVÞ og yfirgnæfandi fjölda fyrirtækja innan SI, létu yfir sig ganga hækkun tryggingargjalds svo stóriðja og útgerð sleppi við auðlindaskatt. Þar náðu fáir stórir aðilar að velta byrðum sínum yfir á fjöldann í krafti valda sem hvorki verður réttlættur með fjölda fyrirtækja eða framlagi í krónum til Samtaka atvinnulífsins. Þessi lýðræðishalli er einnig áberandi innan Samtaka iðnaðarins. Ástæðan kann að vera að SI eru tryggðar tekjur með lögum um iðnaðarmálagjald sem er hlutfall af veltu alls iðnaðar. Innan samtakanna eru yfir 1.200 fyrirtæki sem skiptast í heilbrigðistækniiðnað, húsgagnaiðnað, líftækniiðnað, mannvirkjagerð, matvælaiðnað, málmiðnað, prentiðnað, sprotafyrirtæki, stóriðju, upplýsingatækniiðnað og þjónustuiðnað. Ekki þarf að efast um að þetta fyrirkomulag, að tekjur SI eru hlutfall af veltu fyrirtækja, hefur áhrif á ákvarðanir stjórnar SI veltumiklum iðnaði í hag. Einkum þegar fáir stórir aðilar eru í aðstöðu til að þvinga sérhagsmuni sína í gegn. Í stjórn SI á hinn veltumikli þungaiðnaður sterka fulltrúa, varaformann sem er forstjóri stórs steypufyrirtækis og tvo meðstjórnendur, forstjóra stórs byggingarfyrirtækis og forstjóra risaálvers. Þessir aðilar eru duglegir að minna stjórnendur samtakanna á hverjir borga hæstu iðgjöldin og þótt fjárfesting á bak við hvert starf í stóriðju og mannvirkjum þeim tengdum sé margfalt dýrari en í tækni- og þekkingariðnaði er hagsmunum þeirra síðarnefndu hiklaust varpað fyrir róða til að létta hinum veltumikla mannvirkjageira róður sinn. Fyrir skömmu mættu ýmsir valda- og veltumiklu aðilar á fund iðnaðarnefndar. Þar var ekki blíðmælgi fyrir að fara heldur voru kjörnir fulltrúar almennings beittir þrýstingi og háværum skömmum af þessum aðilum sem kría vildu út sérkjör fyrir sig á kostnað almenns atvinnulífs og launþega. Einn kjörinn fulltrúi minnti á að Alþingi bæri að taka tillit til heildarhagsmuna og þeirra fjölmörgu sem ekki ættu fulltrúa eins og þá til að beita fyrir sig gegn þingmönnum þjóðarinnar. Sú athugasemd vakti litla hrifningu hinna kröfuhörðu gesta. Það hafa ekki allir kjörnir fulltrúar þann styrk sem þarf til að standa í lappirnar gagnvart öflugum og vel skipulögðum sérhagsmunahópum og sumum finnst heppilegra að láta 300 milljón króna mulningsvélar vinna með sér en á móti. Það er því mikilvægt að kjósendur viti hvernig í pottinn er búið þegar umræður um atvinnumál fara fram. Þar er ekki allt á yfirborðinu og hagsmunir fárra eru iðulega teknir fram yfir hagsmuni fjöldans. Í næstu grein um atvinnulífið mun ég ræða um möguleika hátækni- og þekkingariðnaðar, ferðaþjónustu og skapandi iðnaðar til vaxtar, um mikla möguleika á fjölgun starfa innan þessara greina og hvað þarf til að svo verði. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og verkefnisstjóri í Hátækni- og sprotavettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Dofri Hermannsson skrifar um atvinnumál Allir vita að fjölbreytt atvinnulíf er sveigjanlegra og samkeppnishæfara en einhæft og að fjölga þarf undirstöðum atvinnulífsins. Þó þetta hafi lengi verið vitað er stutt síðan stjórnvöld fóru markvisst að bæta hag hátækni- og sprotafyrirtækja, ferðaþjónustu, skapandi iðnaðar og annarra fyrirtækja þar sem flest störf skapast og einstaklingar geta hafið rekstur án mikils stofnkostnaðar. Þvert á heildarhagsmuni atvinnulífsins hafa stjórnvöld lagt ofuráherslu á einn atvinnuveg umfram aðra, stóriðju. Sú staðreynd að þessi iðnaður skapar einungis lítinn hluta af verðmætaaukningu landsframleiðslunnar og aðeins um 1-2% allra starfa í landinu vekur óneitanlega grun um að stjórnmálamenn hafi frekar verið farþegar í þessari þróun en gerendur þótt þeir hafi oft haft hönd á stýri. Nánar um það síðar. Í leit að þeim sem í raun hafa stýrt þróun mála í atvinnulífi landsmanna undanfarinn áratug berast böndin fyrst að Samtökum atvinnulífsins, öflugum samtökum með um 300 milljónir í iðgjaldatekjur á ári. Innan þeirra samtaka eru Samtök iðnaðarins afar sterk, Samtök verslunar og þjónustu greiða mikið til SA og það gerðu líka Samtök fjármálafyrirtækja hvað sem verður. LÍÚ greiða mun minna til SA en eiga þó fulltrúa í framkvæmdastjórninni á meðan Samtök ferðaþjónustunnar verða að láta sér nægja áheyrnarfulltrúa þrátt fyrir að greiða litlu minna en LÍÚ í sjóði SA. Þetta vekur athygli. Það er eðli samtaka að þrátt fyrir fagra stefnu sem allir geta skrifað undir vega hagsmunir fárra öflugra aðila iðulega þyngra en hagsmunir hinna smærri og mörgu þegar á hólminn er komið. Í þessu má e.t.v. finna skýringuna á að Samtök ferðaþjónustunnar hafa ekki völd í samræmi við gjöld og að þau, ásamt SVÞ og yfirgnæfandi fjölda fyrirtækja innan SI, létu yfir sig ganga hækkun tryggingargjalds svo stóriðja og útgerð sleppi við auðlindaskatt. Þar náðu fáir stórir aðilar að velta byrðum sínum yfir á fjöldann í krafti valda sem hvorki verður réttlættur með fjölda fyrirtækja eða framlagi í krónum til Samtaka atvinnulífsins. Þessi lýðræðishalli er einnig áberandi innan Samtaka iðnaðarins. Ástæðan kann að vera að SI eru tryggðar tekjur með lögum um iðnaðarmálagjald sem er hlutfall af veltu alls iðnaðar. Innan samtakanna eru yfir 1.200 fyrirtæki sem skiptast í heilbrigðistækniiðnað, húsgagnaiðnað, líftækniiðnað, mannvirkjagerð, matvælaiðnað, málmiðnað, prentiðnað, sprotafyrirtæki, stóriðju, upplýsingatækniiðnað og þjónustuiðnað. Ekki þarf að efast um að þetta fyrirkomulag, að tekjur SI eru hlutfall af veltu fyrirtækja, hefur áhrif á ákvarðanir stjórnar SI veltumiklum iðnaði í hag. Einkum þegar fáir stórir aðilar eru í aðstöðu til að þvinga sérhagsmuni sína í gegn. Í stjórn SI á hinn veltumikli þungaiðnaður sterka fulltrúa, varaformann sem er forstjóri stórs steypufyrirtækis og tvo meðstjórnendur, forstjóra stórs byggingarfyrirtækis og forstjóra risaálvers. Þessir aðilar eru duglegir að minna stjórnendur samtakanna á hverjir borga hæstu iðgjöldin og þótt fjárfesting á bak við hvert starf í stóriðju og mannvirkjum þeim tengdum sé margfalt dýrari en í tækni- og þekkingariðnaði er hagsmunum þeirra síðarnefndu hiklaust varpað fyrir róða til að létta hinum veltumikla mannvirkjageira róður sinn. Fyrir skömmu mættu ýmsir valda- og veltumiklu aðilar á fund iðnaðarnefndar. Þar var ekki blíðmælgi fyrir að fara heldur voru kjörnir fulltrúar almennings beittir þrýstingi og háværum skömmum af þessum aðilum sem kría vildu út sérkjör fyrir sig á kostnað almenns atvinnulífs og launþega. Einn kjörinn fulltrúi minnti á að Alþingi bæri að taka tillit til heildarhagsmuna og þeirra fjölmörgu sem ekki ættu fulltrúa eins og þá til að beita fyrir sig gegn þingmönnum þjóðarinnar. Sú athugasemd vakti litla hrifningu hinna kröfuhörðu gesta. Það hafa ekki allir kjörnir fulltrúar þann styrk sem þarf til að standa í lappirnar gagnvart öflugum og vel skipulögðum sérhagsmunahópum og sumum finnst heppilegra að láta 300 milljón króna mulningsvélar vinna með sér en á móti. Það er því mikilvægt að kjósendur viti hvernig í pottinn er búið þegar umræður um atvinnumál fara fram. Þar er ekki allt á yfirborðinu og hagsmunir fárra eru iðulega teknir fram yfir hagsmuni fjöldans. Í næstu grein um atvinnulífið mun ég ræða um möguleika hátækni- og þekkingariðnaðar, ferðaþjónustu og skapandi iðnaðar til vaxtar, um mikla möguleika á fjölgun starfa innan þessara greina og hvað þarf til að svo verði. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og verkefnisstjóri í Hátækni- og sprotavettvangi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun