Kaupþingsdómurinn sendir sterk skilaboð 9. desember 2009 19:45 Jónatan Þórmundsson. Dómstólar virðast með dómnum vilja marka þáttaskil og senda sterk skilaboð út í þjóðfélagið. Þetta segir Jónatan Þórmundsson, sérfræðingur í refsirétti og fyrrverandi ríkissaksóknari, um 8 mánaða fangelsisdóm yfir tveimur fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Daníel Þórðarson og Stefni Agnarsson, fyrrverandi starfsmenn Kaupþings í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir markaðsmisnotkun. Brotið átti sér stað í byrjun árs 2008 en ríkislögreglustjóri gaf út ákæruna í febrúar á þessu ári. Mennirnir neituðu báðir sök við aðalmeðferð málsins. Jónatan Þórmundsson, sérfræðingur á sviði refsiréttar, segir dóminn koma honum þannig fyrir sjónir að hann sendi mjög sterk skilaboð út í þjóðfélagið. „Það svona virðist vera eins og það hafi haft nokkur áhrif hin mikla undiralda sem er í þjóðfélaginu." Með hliðsjón af öðrum sérrefsilagabrotum á sviði fjármunabrota sé algengt að dómar gangi út á sektir eða skilorðsdóma. Að hans mati er því um að ræða strangan dóm í þessu tilfelli. „Ég geri ráð fyrir því að dómurinn hafi þarna reynt að finna bil beggja og finna ákveðið jafnvægi á milli jafnréttissjónarmiða annars vegar og hins vegar þeirrar miklu nauðsynjar að taka föstum tökum þau fjármálabrot sem hafa leitt af bankahruninu," segir Jónatan. „Ég get ekki skilið þetta öðruvísi, þetta strangan og óskilorðsbundin dóm, en að dómstólar vilji strax í upphafi marka ákveðin þáttaskil og senda þessi skilaboð út í þjóðfélagið." Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Saksóknari: Mikilvægt að fá efnislega niðurstöðu í málið „Það er aldrei gaman að menn fái dóma, en það er ágætt að Héraðsdómur féllst á málatilbúnað okkar í þessu máli,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. 9. desember 2009 10:35 Fyrrverandi starfsmenn Kaupþings dæmdir í 8 mánaða fangelsi Daníel Þórðarson sjóðsstjóri og Stefnir Ingi Agnarsson, verðbréfamiðlari hjá Kaupþingi, voru í morgun dæmdir í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 9. desember 2009 09:23 Dómsniðurstaðan vonbrigði fyrir verjanda „Dómsniðurstaðan er vonbrigði og við erum að skoða hvort við áfrýjum," segir Hákon Þorsteinsson, lögmaður Stefnis Agnarssonar, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Kaupþingi. 9. desember 2009 14:29 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Dómstólar virðast með dómnum vilja marka þáttaskil og senda sterk skilaboð út í þjóðfélagið. Þetta segir Jónatan Þórmundsson, sérfræðingur í refsirétti og fyrrverandi ríkissaksóknari, um 8 mánaða fangelsisdóm yfir tveimur fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Daníel Þórðarson og Stefni Agnarsson, fyrrverandi starfsmenn Kaupþings í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir markaðsmisnotkun. Brotið átti sér stað í byrjun árs 2008 en ríkislögreglustjóri gaf út ákæruna í febrúar á þessu ári. Mennirnir neituðu báðir sök við aðalmeðferð málsins. Jónatan Þórmundsson, sérfræðingur á sviði refsiréttar, segir dóminn koma honum þannig fyrir sjónir að hann sendi mjög sterk skilaboð út í þjóðfélagið. „Það svona virðist vera eins og það hafi haft nokkur áhrif hin mikla undiralda sem er í þjóðfélaginu." Með hliðsjón af öðrum sérrefsilagabrotum á sviði fjármunabrota sé algengt að dómar gangi út á sektir eða skilorðsdóma. Að hans mati er því um að ræða strangan dóm í þessu tilfelli. „Ég geri ráð fyrir því að dómurinn hafi þarna reynt að finna bil beggja og finna ákveðið jafnvægi á milli jafnréttissjónarmiða annars vegar og hins vegar þeirrar miklu nauðsynjar að taka föstum tökum þau fjármálabrot sem hafa leitt af bankahruninu," segir Jónatan. „Ég get ekki skilið þetta öðruvísi, þetta strangan og óskilorðsbundin dóm, en að dómstólar vilji strax í upphafi marka ákveðin þáttaskil og senda þessi skilaboð út í þjóðfélagið." Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Saksóknari: Mikilvægt að fá efnislega niðurstöðu í málið „Það er aldrei gaman að menn fái dóma, en það er ágætt að Héraðsdómur féllst á málatilbúnað okkar í þessu máli,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. 9. desember 2009 10:35 Fyrrverandi starfsmenn Kaupþings dæmdir í 8 mánaða fangelsi Daníel Þórðarson sjóðsstjóri og Stefnir Ingi Agnarsson, verðbréfamiðlari hjá Kaupþingi, voru í morgun dæmdir í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 9. desember 2009 09:23 Dómsniðurstaðan vonbrigði fyrir verjanda „Dómsniðurstaðan er vonbrigði og við erum að skoða hvort við áfrýjum," segir Hákon Þorsteinsson, lögmaður Stefnis Agnarssonar, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Kaupþingi. 9. desember 2009 14:29 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Saksóknari: Mikilvægt að fá efnislega niðurstöðu í málið „Það er aldrei gaman að menn fái dóma, en það er ágætt að Héraðsdómur féllst á málatilbúnað okkar í þessu máli,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. 9. desember 2009 10:35
Fyrrverandi starfsmenn Kaupþings dæmdir í 8 mánaða fangelsi Daníel Þórðarson sjóðsstjóri og Stefnir Ingi Agnarsson, verðbréfamiðlari hjá Kaupþingi, voru í morgun dæmdir í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 9. desember 2009 09:23
Dómsniðurstaðan vonbrigði fyrir verjanda „Dómsniðurstaðan er vonbrigði og við erum að skoða hvort við áfrýjum," segir Hákon Þorsteinsson, lögmaður Stefnis Agnarssonar, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Kaupþingi. 9. desember 2009 14:29