Viðskipti innlent

Saksóknari: Mikilvægt að fá efnislega niðurstöðu í málið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra sem rak málið fyrir dómi. Helgi Magnús er yfirmaður hennar. Mynd/ GVA.
Það var Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra sem rak málið fyrir dómi. Helgi Magnús er yfirmaður hennar. Mynd/ GVA.
„Það er aldrei gaman að menn fái dóma, en það er ágætt að Héraðsdómur féllst á málatilbúnað okkar í þessu máli," segir Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra.

Þeir Daníel Þórðarson, fyrrverandi sjóðsstjóri, og Stefnir Ingi Agnarsson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Kaupþingi, voru dæmdir í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun vegna markaðsmisnotkunar. Helgi Magnús segir alltaf mikilvægt að það náist efnisleg niðurstaða í mál.

Þetta er fyrsta opinbera málið sem dæmt er í og tengist bankahruninu. Aðspurður hvort þetta gefi tóninn varðandi það sem koma skal segir Helgi Magnús þó að Efnahagsbrotadeildin hafi ákært síðast vegna markaðsmisnotkunar árið 2003 og þá hafi líka verið sakfellt. Helgi segir að næstu mál fari allt eftir sönnunarstöðunni. Ómögulegt sé að segja hvernig næsta mál fari. „Svo ef þessu verður áfrýjað að þá er ómögulegt að segja til um hvað Hæstiréttur segir," segir Helgi Magnús.

Hann bendir á að héraðsdómar hafi alltaf minni fordæmisgildi en þeir dómar sem kveðnir eru upp í Hæstarétti.






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×