Viðskipti innlent

Dómsniðurstaðan vonbrigði fyrir verjanda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Dómsniðurstaðan er vonbrigði og við erum að skoða hvort við áfrýjum," segir Hákon Þorsteinsson, lögmaður Stefnis Agnarssonar, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Kaupþingi.

Stefnir og Daníel Þórðarson, fyrrverandi sjóðsstjóri, voru í morgun dæmdir í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi vegna markaðsmisnotkunar. Hákon segist ekki vilja tjá sig efnislega út í dóminn, enda sé hann ekki búinn að kryfja hann nógu ítarlega. Hann segir ekki hægt að slá því föstu að dómnum verði áfrýjað . Það verði að fara mun ítarlegar yfir forsendurnar áður en það verði ákveðið.

Vísir hefur ekki náð tali af Þórólfi Jónssyni, lögmanni Daníels.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×