Handbolti

Róbert Gunnarsson til Rhein-Neckar Löwen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson í leik með Gummresbach.
Róbert Gunnarsson í leik með Gummresbach. Nordic Photos / Bongarts

Róbert Gunnarsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Rhein-Neckar Löwen.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Róbert var samningsbundinn Gummersbach til loka næsta tímabils en hann hefur leikið með liðinu undanfarin fimm ár.

Þar með hittir hann aftur fyrir Guðjón Val Sigurðsson sem hann lék með í Gummersbach undir stjórn Alfreðs Gíslasonar í mörg ár.

Einnig leika þeir Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson, félagar Róberts með landsliðinu, með Rhein-Neckar Löwen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×