Samstöðu er þörf Margrét Tryggvadóttir skrifar 31. desember 2009 06:00 Við viljum öll búa í sanngjörnu samfélagi. Við þráum þjóðfélag jafnréttis, heiðarleika og réttlætis. Í gegnum tíðina hef ég unnið víða og starfað með alls konar fólki. Það hefur allt borið gæfu til þess að vinna saman að lausn mála með hag heildarinnar að leiðarljósi. Persónulegur ágreiningur eða eiginhagsmunapot hefur ekki átt upp á pallborðið og ef menn hafa verið ósammála um leiðir að settu marki er farið betur yfir málið og fundin ásættanleg lausn. Því voru viðbrigðin mikil þegar sest var í einn hinna bólstruðu en þó óþægilegu stóla á Alþingi Íslendinga í vor. Verkefnið stóraÍ rúmt ár hefur ríkt neyðarástand á Íslandi. Efnahagskerfið hrundi og allt samfélagið er laskað. Okkar dýrmætasta auðlind, fólkið sjálft, streymir úr landi í leit að bjartari framtíð. Ríkisstjórn Íslands er ekki öfundsverð því verkefnið er risavaxið og gengur hægt. Og það er auðvelt að gagnrýna hana, ekki síst vegna vinnubragða sem eru allt önnur en boðuð voru fyrir kosningar. Almenningur krefst gagnsæis, heiðarleika og hreinskilni frá stjórnvöldum. Engu að síður hefur ríkisstjórnin ítrekað orðið uppvís að því að leyna bæði þjóð og þing upplýsingum og beita blekkingum og er nærtækasta dæmið samningurinn um Icesave sem við vitum nú að var tilbúinn löngu fyrir kosningar. Þá bólar ekkert á margboðaðri skjaldborg um heimilin en aðgerðir „norrænu velferðarstjórnarinnar" hafa reynst henta kúlulánaþegum og afleiðusamningamönnum betur en venjulegu fólki, fólki sem tók húsnæðislán í góðri trú en situr eftir með síhækkandi stökkbreyttan höfuðstól. Leiðrétting á þeim ósköpum er sjálfsögð og réttmæt krafa því allar forsendur hafa brostið og það er ólíðandi að þeir sem komu okkur í þetta klandur fái skuldir sínar afskrifaðar og haldi öllu sínu á meðan heimilum og smærri fyrirtækjum blæðir út. Er þetta „Nýja Ísland“?Raunveruleg endurreisn mun ekki takast nema með sátt og samstöðu okkar allra. Síðustu misserin hefur ríkt grimmileg valdabarátta, orrusta um það sem eftir er, á milli gamalgróinna stjórnmálaflokka, viðskiptablokka og ættarvelda. Hrægammarnir slást um þrotabúin, bankana og fjölmiðlana og engin fórn virðist of stór. Stundum finnst mér sem verið sé að klambra „Nýja Íslandi" saman úr fúnum spýtum. Gamlir flokksgæðingar eru dubbaðir upp í ný hlutverk innan kerfisins og iðnaðarráðherra vill veita ísbjargarvíkingnum skattaívilnanir á þeim forsendum að ekki megi mismuna fólki. Vinir ráða hvor annan í æðstu stöður innan bankanna sem hafa verið einkavæddir á ný en enginn veit hver á. Á virkilega að halda áfram að útdeila bitlingum til útvaldra? Það mun aldrei skapast sátt um slíka endurreisn. Við þurfum þjóðstjórnFlest viljum við búa hérna áfram en til þess að það sé vænlegur kostur þarf stórhreingerningu. Það er ósanngjarnt að þeir sem tóku ekki þátt í hrunadansinum þurfi að taka til eftir partíið en tiltekt af þessari stærðargráðu gengur mun betur þegar fleiri taka sér sóp í hendi. Margar hendur eru viljugar til verksins - það þarf bara að þiggja hjálpina. Alþingi er máttlaust og minnihlutinn er hunsaður af meirihlutanum. Stjórnarandstaðan er svo iðin við að benda á afglöp ríkisstjórnarinnar. Menn benda hver á annan og ásakanir ganga á víxl á meðan eldarnir loga. Og þannig hefur þetta alltaf verið. Orð eins og „stjórnarandstaða" segir í raun allt sem segja þarf - samvinna við slíkt fólk er óhugsandi. En þetta gengur ekki lengur. Við verðum að koma okkur upp úr skotgröfunum og taka höndum saman. Það mun ekki gerast af sjálfu sér, fólk þarf að ákveða að grafa stríðsöxina. Í sumar skapaðist þverpólitísk samstaða á Alþingi um smíði fyrirvara sem gerðu Icesave-samninginn bærilegri og tryggðu sjálfræði okkar. Þingheimur þarf að finna þann takt aftur og taka upp þau góðu og eðlilegu vinnubrögð sem tíðkast á langflestum vinnustöðum landsins. Ef ekki mun sjóða aftur upp úr á nýju ári og ég óttast að sú bylting verði ekki kennd við búsáhöld. Samstöðu er þörf. Við viljum öll búa í sanngjörnu samfélagi. Við þráum þjóðfélag jafnréttis, heiðarleika og réttlætis. Látum annað liggja milli hluta um stundarsakir. Höfundur er þingmaður Hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Við viljum öll búa í sanngjörnu samfélagi. Við þráum þjóðfélag jafnréttis, heiðarleika og réttlætis. Í gegnum tíðina hef ég unnið víða og starfað með alls konar fólki. Það hefur allt borið gæfu til þess að vinna saman að lausn mála með hag heildarinnar að leiðarljósi. Persónulegur ágreiningur eða eiginhagsmunapot hefur ekki átt upp á pallborðið og ef menn hafa verið ósammála um leiðir að settu marki er farið betur yfir málið og fundin ásættanleg lausn. Því voru viðbrigðin mikil þegar sest var í einn hinna bólstruðu en þó óþægilegu stóla á Alþingi Íslendinga í vor. Verkefnið stóraÍ rúmt ár hefur ríkt neyðarástand á Íslandi. Efnahagskerfið hrundi og allt samfélagið er laskað. Okkar dýrmætasta auðlind, fólkið sjálft, streymir úr landi í leit að bjartari framtíð. Ríkisstjórn Íslands er ekki öfundsverð því verkefnið er risavaxið og gengur hægt. Og það er auðvelt að gagnrýna hana, ekki síst vegna vinnubragða sem eru allt önnur en boðuð voru fyrir kosningar. Almenningur krefst gagnsæis, heiðarleika og hreinskilni frá stjórnvöldum. Engu að síður hefur ríkisstjórnin ítrekað orðið uppvís að því að leyna bæði þjóð og þing upplýsingum og beita blekkingum og er nærtækasta dæmið samningurinn um Icesave sem við vitum nú að var tilbúinn löngu fyrir kosningar. Þá bólar ekkert á margboðaðri skjaldborg um heimilin en aðgerðir „norrænu velferðarstjórnarinnar" hafa reynst henta kúlulánaþegum og afleiðusamningamönnum betur en venjulegu fólki, fólki sem tók húsnæðislán í góðri trú en situr eftir með síhækkandi stökkbreyttan höfuðstól. Leiðrétting á þeim ósköpum er sjálfsögð og réttmæt krafa því allar forsendur hafa brostið og það er ólíðandi að þeir sem komu okkur í þetta klandur fái skuldir sínar afskrifaðar og haldi öllu sínu á meðan heimilum og smærri fyrirtækjum blæðir út. Er þetta „Nýja Ísland“?Raunveruleg endurreisn mun ekki takast nema með sátt og samstöðu okkar allra. Síðustu misserin hefur ríkt grimmileg valdabarátta, orrusta um það sem eftir er, á milli gamalgróinna stjórnmálaflokka, viðskiptablokka og ættarvelda. Hrægammarnir slást um þrotabúin, bankana og fjölmiðlana og engin fórn virðist of stór. Stundum finnst mér sem verið sé að klambra „Nýja Íslandi" saman úr fúnum spýtum. Gamlir flokksgæðingar eru dubbaðir upp í ný hlutverk innan kerfisins og iðnaðarráðherra vill veita ísbjargarvíkingnum skattaívilnanir á þeim forsendum að ekki megi mismuna fólki. Vinir ráða hvor annan í æðstu stöður innan bankanna sem hafa verið einkavæddir á ný en enginn veit hver á. Á virkilega að halda áfram að útdeila bitlingum til útvaldra? Það mun aldrei skapast sátt um slíka endurreisn. Við þurfum þjóðstjórnFlest viljum við búa hérna áfram en til þess að það sé vænlegur kostur þarf stórhreingerningu. Það er ósanngjarnt að þeir sem tóku ekki þátt í hrunadansinum þurfi að taka til eftir partíið en tiltekt af þessari stærðargráðu gengur mun betur þegar fleiri taka sér sóp í hendi. Margar hendur eru viljugar til verksins - það þarf bara að þiggja hjálpina. Alþingi er máttlaust og minnihlutinn er hunsaður af meirihlutanum. Stjórnarandstaðan er svo iðin við að benda á afglöp ríkisstjórnarinnar. Menn benda hver á annan og ásakanir ganga á víxl á meðan eldarnir loga. Og þannig hefur þetta alltaf verið. Orð eins og „stjórnarandstaða" segir í raun allt sem segja þarf - samvinna við slíkt fólk er óhugsandi. En þetta gengur ekki lengur. Við verðum að koma okkur upp úr skotgröfunum og taka höndum saman. Það mun ekki gerast af sjálfu sér, fólk þarf að ákveða að grafa stríðsöxina. Í sumar skapaðist þverpólitísk samstaða á Alþingi um smíði fyrirvara sem gerðu Icesave-samninginn bærilegri og tryggðu sjálfræði okkar. Þingheimur þarf að finna þann takt aftur og taka upp þau góðu og eðlilegu vinnubrögð sem tíðkast á langflestum vinnustöðum landsins. Ef ekki mun sjóða aftur upp úr á nýju ári og ég óttast að sú bylting verði ekki kennd við búsáhöld. Samstöðu er þörf. Við viljum öll búa í sanngjörnu samfélagi. Við þráum þjóðfélag jafnréttis, heiðarleika og réttlætis. Látum annað liggja milli hluta um stundarsakir. Höfundur er þingmaður Hreyfingarinnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar