Hagfræði andskotans II Gunnar Tómasson skrifar 18. apríl 2009 06:00 Í grein minni um verðtryggingu í Fréttablaðinu 15. apríl (Hagfræði andskotans) voru sett fram rök fyrir óhjákvæmilegum áhrifum verðtryggingar á hag skuldsettra launþega á tímum verðbólgu. Í svargrein sinni 17. apríl (Andskotinn og hagfræðin) tiltekur Guðmundur Ólafsson hagfræðingur tölfræðileg gögn og útreikninga sem eru fræðilegum forsendum umræddra áhrifa óviðkomandi. Slíkt vinnulag er ein ástæða þess að ég tel nútíma hagfræði vera rugl eins og Guðmundur nefnir. Eitt sinn undirstrikaði Paul Samuelson, faðir nútíma hagfræði, mikilvægi vandaðs vinnulags með þessum orðum: „Fræðimaður á sviði hagfræði sem er ruglukollur í aðferðafræði getur eytt ævinni í baráttu við vindmyllur." [„A scholar in economics who is fundamentally confused concerning [methodology] may spend a life-time shadow-boxing with reality."] Þar kemur vel á vondan því sú ríkjandi hagfræði [e. mainstream economics] sem Samuelson ruddi braut fyrir liðlega sextíu árum lagði grunninn að þeirri rjúkandi rúst sem er hagkerfi Íslands og heimsins alls í dag. Í minningargrein um John Maynard Keynes (Econometrica, júlí 1946) lét Samuelson að því liggja að farið hefði fé betra m.a. á þeim forsendum (a) að Keynes hefði ekki skilið eigin kenningar, (b) að hann hefði í öllu falli aldrei haft áhuga á fræðilegri hagfræði, og (c) að Keynes hefði gagnrýnt hagmælingar (e. econometrics) án þess að bera skyn á viðfangsefnið. Hér er tekið djúpt í árinni vegna ágreinings um aðferðafræði. Keynes taldi kjarna „hagfræðinnar varða aðferðafræði en ekki kennisetningar, hún væri tæki hugans, hugsanatækni, sem auðveldar þeim sem hafa hana á valdi sínu að draga réttar ályktanir." [„It is a method rather than a doctrine, an apparatus of the mind, a technique of thinking, which helps its possessor to draw correct conclusions."] Orð Keynes endurspegla skilgreiningu á hagfræðin sem John Stuart Mill taldi „vera ótvírætt eðli hennar að skilningi allra virtustu kennara hagfræði." [„Such is undoubtely its character as it has been understood and taught by all its most distinguished teachers."] Skilningur Samuelsons og Milton Friedmans er allt annar og endurspeglast m.a. í mótleik Guðmundar Ólafssonar gegn þeim fræðilegu rökum sem liggja að baki umsögn minni um verðtryggingu sem Hagfræði andskotans. Friedman talaði fyrir munn þeirra beggja þegar hann sagði rökfastan málflutning vera aukaatriði í umræðu um álitamál á vettvangi hagfræði. [„Logical completeness and consistency are relevant but play a subsidiary role."] Rugl trompar því rök ef svo ber undir. Dómur reynslunnar verður þó ekki umflúinn, sbr. hið fornkveðna: Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein minni um verðtryggingu í Fréttablaðinu 15. apríl (Hagfræði andskotans) voru sett fram rök fyrir óhjákvæmilegum áhrifum verðtryggingar á hag skuldsettra launþega á tímum verðbólgu. Í svargrein sinni 17. apríl (Andskotinn og hagfræðin) tiltekur Guðmundur Ólafsson hagfræðingur tölfræðileg gögn og útreikninga sem eru fræðilegum forsendum umræddra áhrifa óviðkomandi. Slíkt vinnulag er ein ástæða þess að ég tel nútíma hagfræði vera rugl eins og Guðmundur nefnir. Eitt sinn undirstrikaði Paul Samuelson, faðir nútíma hagfræði, mikilvægi vandaðs vinnulags með þessum orðum: „Fræðimaður á sviði hagfræði sem er ruglukollur í aðferðafræði getur eytt ævinni í baráttu við vindmyllur." [„A scholar in economics who is fundamentally confused concerning [methodology] may spend a life-time shadow-boxing with reality."] Þar kemur vel á vondan því sú ríkjandi hagfræði [e. mainstream economics] sem Samuelson ruddi braut fyrir liðlega sextíu árum lagði grunninn að þeirri rjúkandi rúst sem er hagkerfi Íslands og heimsins alls í dag. Í minningargrein um John Maynard Keynes (Econometrica, júlí 1946) lét Samuelson að því liggja að farið hefði fé betra m.a. á þeim forsendum (a) að Keynes hefði ekki skilið eigin kenningar, (b) að hann hefði í öllu falli aldrei haft áhuga á fræðilegri hagfræði, og (c) að Keynes hefði gagnrýnt hagmælingar (e. econometrics) án þess að bera skyn á viðfangsefnið. Hér er tekið djúpt í árinni vegna ágreinings um aðferðafræði. Keynes taldi kjarna „hagfræðinnar varða aðferðafræði en ekki kennisetningar, hún væri tæki hugans, hugsanatækni, sem auðveldar þeim sem hafa hana á valdi sínu að draga réttar ályktanir." [„It is a method rather than a doctrine, an apparatus of the mind, a technique of thinking, which helps its possessor to draw correct conclusions."] Orð Keynes endurspegla skilgreiningu á hagfræðin sem John Stuart Mill taldi „vera ótvírætt eðli hennar að skilningi allra virtustu kennara hagfræði." [„Such is undoubtely its character as it has been understood and taught by all its most distinguished teachers."] Skilningur Samuelsons og Milton Friedmans er allt annar og endurspeglast m.a. í mótleik Guðmundar Ólafssonar gegn þeim fræðilegu rökum sem liggja að baki umsögn minni um verðtryggingu sem Hagfræði andskotans. Friedman talaði fyrir munn þeirra beggja þegar hann sagði rökfastan málflutning vera aukaatriði í umræðu um álitamál á vettvangi hagfræði. [„Logical completeness and consistency are relevant but play a subsidiary role."] Rugl trompar því rök ef svo ber undir. Dómur reynslunnar verður þó ekki umflúinn, sbr. hið fornkveðna: Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Höfundur er hagfræðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun