Enski boltinn

Hafnaði Manchester United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Argentínski unglingurinn, Javier Pastore, hefur hafnað tilboði frá Manchester United að sögn umboðsmanns hans.

Umboðsmaðurinn, Marcelo Simonian, sagði að Pastore væri ánægður hjá félagi sínu, Huracan, í heimalandi sínu.

„Ég hef móttekið tilboð upp á 10 milljónir evra fyrir Pastore en hann hefur ekki áhuga á slíkum upphæðum. Hann vill fara til liðs þar sem hann fær að spila og tækifæri til að vaxa sem leikmaður," sagði Simonian í samtali við argentínska fjölmiðla.

„Við viljum rétt lið og verkefni fyrir hann."

Lazio hefur einnig verið sterklega orðaður við Pastore en umboðsmaðurinn sagði að enginn frá Ítalíu hefði haft samband við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×