Erlent

Fór út af flugbraut og brotnaði í tvennt

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Betur fór en á horfðist þegar flugvél frá American Airlines, með 145 farþega innanborðs, hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Kingston á Jamaica í gærkvöldi, fór út af flugbrautinni og brotnaði í tvennt. Vélin hafnaði á girðingu utan brautarinnar og voru 40 farþegar fluttir á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Rigning var og slæmt skyggni þegar atvikið átti sér stað og er orsök þess rakin til þeirra aðstæðna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×